Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 88
ÚRVAL
HJÁ BORIS PASTERNAK
svæði rétt utan við hlið hinnar
erilsömu milljónaborgar.
Skýringin er í rauninni ein-
föld. Það kemur í Ijós að meiri-
hluti þorpsins er í eigu rúss-
neska rithöfundafélagsins. Af
hæðinni sem kirkjan stendur á
er brattur halli niður að litlum
læk. Handan hans kem ég auga
á skilti: Heimili fyrir skapandi
listamenn. Inni í birkiskógi má
greina mörg lítil timburhús;
staðurinn minnir á sænskt í-
þróttaheimili. Hingað geta sem
sagt rússneskir rithöfundar
leitað til þess að hugleiða sósíal-
realismann, enda þótt manni
virðist kyrrðin og útsýnið til
gömlu kirkjunnar muni tæpast
vekja hin réttu hugmynda-
tengsl.
En ég leita árangurslaust að
Pasternak í þessum velgirta rit-
höfundaþjóðgarði. Ég finn hús
hans spölkorn burtu, í skógar-
jaðri, í röð fornfálegra timbur-
húsa, litlar krákuhallir með
tumspírum, útbyggingum og í-
skornum upsum. Villtur gróður
umhverfis þau hylur þau næst-
um sjónum frá veginum.
Kannski hafa þau einhverntíma
fyrir byltinguna verið sumar-
dvalahúsa Moskvubúa, nú eru
þau í eigu rússneska rithöfunda-
félagsins, sem lætur þau með-
limum sínum í té. Hér búa
nokkrir af kunnustu höfundum
Sovétríkjanna: Konstantin Fed-
in, Vsevolod Ivanov. I þriðja
húsinu býr Pasternak.
Á tröppunum mætir mér
stór hundur og í kringum hann
eru fjórir hvolpar að leika sér.
Hann geltir ekki, lyftir aðeins
höfðinu og þefar vingjarnlega
af mér um leið og ég geng fram-
hjá. Hann virðist vanur ókunn-
ugum. Bersýnilega er hús
skáldsins Pasternak ekki af-
skekktur, einangraður fíla-
beinsturn. Það er uppörvandi,
því að hér er ég í rauninni kom-
inn án þess að gera boð á und-
an mér, upp á von og óvon.
Og sjá: þegar húsbóndinn opn-
ar býður hann mér strax inn
fyrir. Jú, auðvitað hefur hann
tíma til að taka á móti mér —
þó að þeir segi kannski annað
í Moskvu, bætir hann við, þó
að þeir segi kannski þar að ég
sé veikur eða vant við látinn
eða taki ekki á móti fólki. Nei,
það er ekki satt.
Á sunnudögum er opið hús
hjá honum: þá koma kunnugir
og ókunnugir frá Moskvu til
að heimsækja hann. Upp á síð-
kastið eru útlendingar famir
að venja þangað komur sínar.
Honum þykir mjög vænt um
heimsóknir þeirra. Hann á í
miklum bréfaskriftum við menn
í Vestur-Evrópu. Þau taka mik-
ið af tíma hans; sem stendur
vinnur hann ekki að neinu nýju.
Hann fær mörg bréf frá Þýzka-
landi, Frakklandi og Englandi.
Albert Camus hefur skrifað
honum, einnig Henri Michaux
og Réné Char. Hann er beðinn
um umsagnir og skýringar á
skáldskap sínum. Hann reynir
78