Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 98
t
ÚRVAL.
hvernig ég ætti að útvega mér
vinnu, en svo gleymdi ég því og
fór að horfa á fjöllin og dalina
á landslaginu mínu. Eftir stund-
arkorn var ég sofnaður. Það
er furðulegt, hve mikið maður
getur sofið, ef maður einsetur
sér það.
Ég var búinn að liggja í
kringum tvo mánuði, og þau
vissu ekki sitt rjúkandi ráð.
Einn daginn heyrði ég að sím-
inn í anddyrinu hringdi. Eftir
andartak kom móðir mín inn í
herbergið mitt og sagði: ,,Mar-
grét er í símanum að spyrja
um þig.“
„Hvaða Margrét?" sagði ég.
Ég vissi vel hvaða Margrét
þetta var.
,,Nú, auðvitað hún Margrét
Ellor.“
,,Ó, sú Margrét," sagði ég
fýlulega. „Hvað vill hún?“
,,Ég býst við að hún vilji tala
við þig,“ sagði móðir mín.
Þegar ég gerði mig ekki lík-
legan til að fara á fætur, sagði
hún: ,,Ég hélt að þú hefðir verið
hrifinn af henni. Er þér orðið
alveg sama um hana?“
,,Það er allt í lagi með hana,“
sagði ég.
,,Ætlar þú ekki að tala við
hana?“
Ég lá kyrr í rúminu og hugs-
aði málið dálitla stund, og svo
fannst mér að það gerði svo
sem ekkert til þó að ég talaði
við hana. Þegar ég fór fram úr
til þess að fara inn í hitt her-
bergið, furðaði ég mig á geðs-
VÖGGUVlSA
hræringunni, sem greip mig. Ég
hef víst verið skotin í henni
ennþá.
,,Halló,“ sagði ég.
„Halló, Bill, hvernig líður
þér ?“
„Allt í lagi með mig.“
Hún sagði ekkert dálitla
stund og ég beið. „Bill, af
hverju hefur þú ekki heimsótt
mig ? Ég hef ekki séð þig í
meira en tvo mánuði. Hvað er
að? Ertu ekkert hrifinn af mér
lengur?“
„Auðvitað er ég hrifinn af
þér,“ sagði ég.
„Af hverju hefur þú þá ekki
heimsótt mig?“
„Ég hef verið í rúminu,“ sagði
ég.
„Er þetta satt, Bill! “ Hún
lézt verða undrandi. „Ég vissi
ekki að þú værir veikur. Ég
bið þig að afsaka.“
„Ég hef ekki verið veikur,“
sagði ég.
„En þú segist hafa verið í
rúminu í tvo mánuði.“
„Það er alveg rétt. Hver seg-
ir að maður þurfi að vera veik-
ur þó að maður sé í rúminu?
Ég hef aldrei sagt að ég hafi
verið veikur.“
„En, Bill, það er ekki eðlilegt
að maður sé í rúminu án þess
að vera veikur.“
„Mér þykir gaman að því,“
sagði ég.
Þetta varð til þess að hún
þagnaði í bili, hún vissi ekki
hvað hún átti að segja, en hún
lagði ekki tólið á. Ef til vill
88