Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 103
FJÁRSJÓÐURÍiMN
S a g a
eftir John Cheever.
AÐ væri ekki réttlátt að
segja, að Ralph og Lára
'Whittemore hefðu tilfinningar
og svip forhertra gullgrafara,
en þess er heldur ekki að dylj-
ast, að glit góðmálmsins, .þessi
undarlegi seiðandi máttur pen-
inganna, tilhlökkunin, hafði ó-
heillavænleg áhrif á líf þeirra.
Þau stóðu alltaf á þröskuldi
auðæfanna; þau virtust alltaf
að því komin að gera eitthvað
stórkostlegt. Ralph var heiðar-
legur, ungur maður með óþrot-
legt hugarflug í verzlunarmál-
um og barnslega trú á ævintýra-
Saga þessi er þýdd úr sögmafni,
sem nefnist „Stories of Sudden
Trutli“. Það heiti mun eiga að merkja,
að þótt sögurnar sem í því eru séu
eftir ýmsa höfunda, hafi þœr eitt
sameiginlegt: í sögulok opinberast
söguhetjunni — og um leið lesandan-
um — skyndilega ný og óvænt sann-
indi, þannig að hún sér tilveruna,
sjálfa sig og umhverfi sitt í nýju Ijósi.
— Höfundur þessarar sögu er Banda-
ríkjamaður, fæddur 1912, og er orð-
inn kunnu rithöfundur vestra, eink-
um fyrir smásögur sínar, sem flestar
hafa birzt í tímaritinu „The New
Yorker“.
Ijóma og töframátt viðskipt-
anna, og þó að hann hefði mesta
leiðindastarf hjá klæðasala, var
það í hans augum aldrei annað
en stökkpallur til nýrra sigra.
Whittemore-hjónin voru
hvorki áleitin né hrokafull og
þau tóku órofa tryggð við hóf-
sama og háttvísa framkomu
miðstéttarfólksins. Lára var
geðþekk stúlka, ekkert sérlega
falleg, og hafði komið til New
York frá Wisconsin um sama
leyti og Ralph kom til borgar-
innar frá Illinois. En það höfðu
liðið tvö annasöm ár áþur en
þau hittust, síðla dags, í for-
dyri skrifstofubyggingar neð-
arlega í Fifth Avenue. Ralph
hafði trútt hjarta og það brást
honum ekki í þetta sinn, því að
jafnskjótt og hann sá ljóst hár
Láru og snoturt, en sorgmætt
andlit hennar, varð hann yfir-
kominn af hrifningu. Hann elti
hana út úr fordyrinu og oln-
bogaði sig gegnum mannþröng-
ina, og þar sem hún hafði ekki
misst neitt og hann hafði enga
löglega afsökun fyrir því að á-
varpa hana, kallaði hann á eft-
93