Úrval - 01.12.1958, Síða 106
tJRVAL
F JÁRS J ÓÐURINN
hjónin létu ekki bera á neinum
efasemdum, þegar þau töluðu
við vini sína. „Við erum ákaf-
lega ánægð með hvað allt geng-
ur vel,“ var Lára vön að segja.
„Við verðum bara að vera þol-
inmóð.“ Tafirnar og frestanirn-
ar urðu margar, en þau biðu
með þolinmæði þess, sem býst
aðeins við réttlæti. Að því kom,
að þau vantaði föt, og kvöld
eitt stakk Ralph upp á, að þau
tækju eitthvað af peningunum,
sem þau höfðu sparað saman.
Lára vildi ekki heyra það nefnt.
Þegar hann minntist á það,
svaraði hún ekki og lét sem
hún heyrði ekki til hans. Hann
talaði hærra og missti svo al-
gerlega stjóm á skapi sínu og
æpti. Hún grét. Hann hugsaði
um allar hinar stúlkurnar, sem
hann átti kost á að kvænast, •—
þá Ijóshærðu, þá kúbönsku,
sem tilbað hann, og þá ríku og
laglegu með sjónskekkjuna í
hægra auganu. Allar þrár hans
og óskir virtust liggja utan
litlu íbúðarinnar, sem Lára
hafði farið um húsmóðurhönd-
um. Þau töluðu enn ekkert sam-
an morguninn eftir, og til þess
að styrkja aðstöðu sína, hringdi
hann til valdamannanna, sem
höfðu ráðið hann í þjónustu
sína. Ritari þeirra sagði, að þeir
væra báðir fjarverandi. Þetta
gerði hann kvíðafullan. Hann
hringdi nokkrum sinnum úr sím-
klefanum í fordyrinu í húsinu
þar sem hann vann, en var í
hvert skipti sagt, að þeir væru
uppteknir, væru úti í bæ, sætu
á ráðstefnu með lögfræðingum
eða ættu mikilvægt langlínusam-
tal. Allar þessar afsakanir
fylltu hann ótta. Hann sagði
ekkert við Láru um kvöldið, en
reyndi að ná í þá aftur næsta
dag. Eftir margar tilraunir
tókst honum það loks, er kom-
ið var undir kvöld. Sá, sem kom
í símann, ávarpaði Ralph hásri,
vingjarnlegri rödd, eins og sorg-
mæddur faðir væri að tala við
son sinn. „Við létum annan hafa
stöðuna, sonur sæll,“ sagði
hann. „Reyndu ekki að hringja
til okkar aftur. Við höfum ann-
að að gera en svara í síma.
Þessi náungi var hæfari en þú,
Meira hef ég ekki að segja þér,
en ég ætla að biðja þig að reyna
ekki að hringja í mig oftar.“
Ralph gekk alla leiðina frá
skrifstofunni heim til sín um
kvöldið og vonaðist til, að hann
gæti á þann hátt létt eitthvað
það þunga farg vonbrigða, er á
honum hvíldi. Hann var svo ó-
viðbúinn þessu áfalli, að það
verkaði á hann eins og svimi,
og hann lyfti fótunum einkenni-
lega hátt upp þegar hann gekk,
eins og gangstéttin væri kvik-
sandur, sem ætlaði að soga
hann til sín. Hann stóð all-
langa stund í anddyrinu heima
hjá sér og braut heilann um,
hvernig hann ætti að skýra
Láru frá þessu, en jafnskjótt
og hann kom inn úr dyrunum,
hrökk það út úr honum blátt
áfram og umbúðalaust. ,,Æ,
96