Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 10
ÍJRVAL
KlNVERSKA KOMMÚNAN I TVENNSKONAR LJÖSI
I nokkrar vikur var Kwei og
konu hans leyft að koma á
barnaheimilið einu sinni í viku,
en svo var skyndilega tekið fyr-
ir allar slíkar heimsóknir, Eft-
ir það var kona Kweis sjaldan
ógrátandi.
Áður höfðu mánaðartekjur
Kweis numið 40 dollurum, og
það var nægilegt til að fæða og
klæða fjölskyldu hans. Nú varð
hann að láta allan fiskinn til
kommúnunnar og fékk 12 doll-
ara á mánuði, að viðbættum
nokkrum verðmerkjum frá
stjórninni, en flestir Kínverjar
telja þau einskisvirði. (Þar sem
fólk á fljótabátum hafði sér-
þekkingu til að bera, var því
borgað hærra kaup en öðrum
verkamönnum í kommúnunni).
Vinnudagur Kweis byrjaði
klukkan 4 að morgni, þegar
verkstjórinn blés í flautu sína
og tíu bátar sigldu í einu út á
ána til að fiska. Klukkan átta
kom hópurinn aftur í höfn og
allir fóru í land til leikfimis-
æfinga og herþjálfunar, og síð-
an var 20 mínútna hlé til morg-
unverðar. Klukkan 9,20 var
aftur farið út að fiska og verið
að til klukkan 7 á kvöldin. Þá
var farið til hafnar og tekið
þátt í heræfingum í heilan
klukkutíma, svo var 20 mínútna
kvöldmatarhlé, og að því loknu
tveggja stunda stjómmála-
fundur. Síðan fóru menn enn-
þá einu sinni út á ána að fiska.
Klukkan var oftast orðin eitt
eftir miðnætti, þegar dagsverk-
inu lauk. „Þá tvo mánuði, sem
ég var í kommúnunni, fékk ég
aldrei meira en þriggja stunda
svefn“, segir Kwei.
Um miðjan nóvember fréttu
Kwei-hjónin, að það ætti að
flytja þau úr bátnum í aðskilda
bragga í landi. Um líkt leyti
komst kona Kweis að því, að
sonur þeirra og önnur dóttir
voru veik. Hún fór á barna-
heimilið þvert ofan í öll fyrir-
mæli og sá, að mörg börnin
voru veik — svo mörg, að einn
starfsmaðurinn leyfði henni að
fara með veiku börnin heim,
og heilbrigða dóttirin fékk líka
að fara, en mátti ekki vera nema
þann eina dag í burtu. Þegar
Kwei hafði þannig fengið alla
fjölskylduna um borð, vissi
hann, að nú var að hrökkva eða
stökkva. Skömmu fyrir dögun
skar hann landflestar bátsins
og tókst, með einstakri heppni
og þekkingu sinni á siglinga-
leiðum við Suður-Kína, að kom-
ast til Macao.
Nú hefur portúglaska stjórn-
in látið Kwei í té dálítinn lands-
skika til ræktunar. Konan hans
vinnur í flugeldaverksmiðju.
Þau eru ekki auðug af þessa
heims gæðum, en þau eiga enn-
þá bátinn og, það sem meira er
um vert, börnin sín.
„Við borðum og hlæjum og
blessum hamingju okkar,“ seg-
ij Kwei. „Konan mín er alltaf
að syngja og börnin leika sér.
Einhvern tíma ætla ég til For-m-
6