Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 107

Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 107
VILTU SVERJA? ÚRVAL Jafnvel eftir á liggur konan lengi kyrr með handlegginn yf- ir andlitinu og kjökrar nei, nei, nei. Og hann situr við hlið hennar og gýtur til hennar aug- unum, og falsið í svipnum á henni — sem hefur gengið í arf í margar kynslóðir: frá lang- ömmu, ömmu, mömmu, frænk- um og vinkonum — fyllir hann viðbjóði og reiði, svo að honum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, og breytir því sem gat orðið ólýsanleg sæla og gleði og sigurganga, í tilfinn- ingar verstu smánar1 og óslökkv- andi haturs. Kona! Hver sökkti þér í bylgjur hafsins í líki klettaeyju? Hver gerði þig svo fráhrindandi og veggi þina svo bratta? Hvar getur karlmaðurinn lent á slíkri eyju, og hvenœr er tíminn hentugur? Karlmaðurinn syndir nakinn, hann syndir nakinn í ylgdum brimgarðinum, hann syndir nakinn í öldum hafsins. Flóð og fjara hjala við hann, og gegnum stormslungin skýin brosir máninn niður til hans, en enginn getur gefið honum ráð. Hann verður sjálfur að synda, sjálfur að finna hrjúfan kletta- vegginn, sjálfur að leita að handfestu í snarbrattri hlíðinni, sjálfur að klifra upp og rífa sig til blóðs, sjálfur að þola hrapið og ósigurinn. Við viljum strjúka um veggi þina, gæla við hlíðar þínar, kyssa stalla þina og faðma bergmyndir þínar, við viljum krjúpa á kné i myrkum skugga þínum og sá lifsfrjóinu í kletta- skarð þitt, við viljum klifra upp á þig og horfa á gullið skin sólarinnar yfir höfði þínu og hvílast í lágvöxnu silki- nvjúku grængresinu, sem dylst bak við fjallsbrúnina. 1 sund- tökum okkar felst þrá eftir lifi, sem aldrei deyr, og máninn skin um alla eilífð á gljáandi axla- vöðva, sem erfiða í brimsjón- um. Karlmaðurinn syndir nakinn í sjónum, hann syndir kringum klettaeyjuna. Hann syndir nakinn með blóðuga bringu og sundurskorna lófa, með þang og marhálm i hárinu og bragð af blóði og sjávarseltu á vörunum,. sem aldrei þverr. Eyjan gnœfir úr hafinu, há og brött, og hvað eftir annað lyft- ir karlmaðurinn annarri hendi sinni eins og í bæn upp úr myrkum bylgjunum og leitar að handfestu, og hvað eftir annað hrindir Veggurinn honum frá sér. Og í hvert skipti sem sund- maðurinn missir takið og sekk- ur, drukknar skvamhljóðið í hœðnishlátri klettaveggjanna. Kona, það er blóð á steinun- um fyrir neðan kletta þína. Æðarnar í gagnaugum selló- leikarans tóku að tútna út og örið á enni hans hvítnaði, og hann varð að grípa dauðahaldi 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.