Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 85
ÆFING ÁN ERFIÐIS
ETRVAL
un af lofti. Lokið síðan munn-
inum og takið um nefið og liggið
grafkyrr. Takið tímann, og ykk-
ur mun koma á óvart, að þið
skuluð geta haldið niðri í ykk-
ur andanum helmingi lengur en
vanalega. Og þegar þið svo and-
ið frá ykkur aftur, verðið þið
glaðvöknuð.
Nú getið þið liðkað ykkur
áður en þið farið á fætur. Liggið
á bakinu og teygið handleggina
upp fyrir höfuðið, svo þið finnið
strengjast á alla leið niður að
mitti. Haldið þeim þannig
augnablik, og látið þá síðan
falla máttlausa niður. Næst
flettið þið ofan af ykkur sæng-
inni og lyftið fótunum. Látið
þá svo síga, en ekki það mikið
að hælarnir snerti rúmið. Endur-
takið þetta nokkrum sinnum.
Fyrst í stað finnið þið taka í
kviðvöðvana, en eftir nokkra
daga verða þeir farnir að stæl-
ast.
Meðan þið klæðið ykkur skul-
uð þið standa á öðrum fæti,
þegar þið farið í skó og hnýtið
reimarnar. í fyrstu verðið þið
kannski að klæða ykkur í skóinn
með fótinn á gólfinu, og halla
ykkur upp að vegg meðan þið
hnýtið reimarnar. Hvað um það,
daglegar æfingar styrkja mag-
ann og gera fætur og fótleggi
stöðugri og stæltari.
Þegar þið farið að hugsa um
það, kemur ykkur áreiðanlega
á óvart, hve oft þið eigið smá-
stund aflögu á hverjum degi.
Meðan þið akið í vinnuna, bíðið
eftir afgreiðslu við búðarborð,
sitjið við skrifborðið ykkar eða
standið við verk ykkar heima
og heiman. Lífgið upp þessi
vinnuhlé! Notið þau til að lífga
ykkur upp!
Ef þið hafið hvapkennda
undirhöku, sem þið viljið losna
við, þá getið þið það. Teygið
hökuna fram, dragið hana að
ykkur aftur, látið hana síga,
lyftið henni upp. Nuddið ykkur
svo undir kjálkabarðinu rétt
sem snöggvast. Til að stæla
vöðvana við þindina, skuluð þið
draga magann upp á við og inn,
hvort sem þið sitjið eða stand-
ið. Þegar þið talið í símann eigið
þið að nota lausu höndina til að
nudda magann með eða slá í
hann, í stað þess að standa eins
og illa gerður hlutur.
Kannski eru sum ykkar með
dálítið slappa rassvöðva. Hafið
þið veitt því athygli, hvað lang-
ferðabílstjórar hafa sterklegan
sitjanda í flestum tilfellum ?
eins er með kúreka. Það kemur
til af því, að þeir hossast upp og
niður í sætinu eða hnakknum.
Reynið þetta sjálf. Fáið ykkur
harðan stól hvort heldur er á
skrifstofunni eða heima. Hoss-
ið ykkur nokkrum sinnum á
honum, þegar þið eruð ein.
Breytið til öðru hverju með því
að teygja úr fótunum og halla
ykkur út til hliðanna á víxl.
Til að rétta úr hryggnum
skuluð þið standa með bakið
upp að vegg og reyna að þrýsta
upp að honum, eins þétt og þið
77