Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 79
VARMÁ
tTRVAL
„Ríkarður, af hverju komstu
til mín?“
Rödd hennar blandaðist ískr-
inu frá lestinni, sem nú virtist
komin langt í burtu.
Ég bjóst við að mæta augum
hennar, en þegar ég sneri mér
að henni,, sá ég að hún horfði
langt niður eftir dalnum, nið-
ur í ylvolgt djúp árinnar. Hún
vissi, hvers vegna ég hafði
komið, en hún kærði sig ekki
um að heyra mig segja ástæð-
una.
Ég vissi ekki lengur hvers
vegna ég hafði komið til að
finna hana. Mér hafði geðjast
vel að Grétu, og ég hafði þráð
hana öllum öðrum fremur. En
ég gat ekki sagt henni að ég
elskaði hana, ekki eftir að ég
hafði heyrt föður hennar tala
um ást. Mér þótti leitt, að ég
skyldi hafa komið, nú eftir að
ég hafði heyrt hann tala um
móður Grétu, eins og hann
hafði gert. Ég vissi að Gréta
mundi láta að vilja mínum, af
því að hún elskaði mig; en ég
hafði ekkert að gefa henni á
móti. Hún var falleg, mjög fall-
eg, og ég hafði þráð hana. Sú
var tíð. Nú vissi ég, að ég mundi
aldrei geta hugsað um hana
eins og áður en ég kom.
,,Af hverju komstu, Ríkarð-
ur?“
„Af hverju?“
„Já, Ríkarður, af hverju?“
Ég lokaði augunum, og að
mér settist endurminningin um
ljósin í dalnum, sem blikuðu
eins og stjörnur og ylinn frá
ánni sem rann þarna neðra og
atlot fingra liennar þegar þeir
snertu handlegg minn.
„Ríkarður, fyrir alla muni
segðu mér af hverju þú komst.“
„Ég veit ekki af hverju ég
kom, Gréta.“
„Ef þú elskaðir mig eins og
ég eiska þig, mundirðu vita af
hverju.“
Fingur hennar skulfu í lófa
mér. Ég vissi að hún elskaði
mig. Ég hafði aldrei efast um
það. Gréta elskaði mig.
„Ég hefði kannski ekki átt
að koma,“ sagði ég. „Mér
skjátlaðist, Gréta. Ég hefði átt
að vera kyrr heima.“
„En þú verður hér aðeins í
nótt, Ríkarður. Þú ferð snemma
í fyrramálið. Þú sérð ekki eftir
því að hafa komið í þessa
stuttu heimsókn, er það Rík-
arður?“
„Ég sé ekki eftir því að hafa
komið, Gréta, en ég hefði ekki
átt að koma. Ég vissi ekki hvað
ég var að gera. Ég hef engan
rétt til að koma hingað. Aðeins
fólk sem elskast hefur —“
„En þú elskar mig svolítið, er
það ekki Ríkarður. Ég veit að
þú getur ekki elskað mig
nærri eins mikið og ég elska
þig, en geturðu ekki sagt mér,
að þú elskir mig svolítið? Þá
verð ég miklu hamingjusamari
eftir að þú ert farinn, Ríkarð-
ur.“
„Ég veit ekki,“ sagði ég og
skalf við.
71