Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 83
Æfing án erfiðis
Grein úr „Reader’s Digest“,
ef'tir Keitli Monroe.
MÖ R G U M okkar leiðast
líkamsæfingar eða finnst
þær beinlínis hreinasta kvalræði.
Það er ástæðulaust. Þó að við
stundum ekki fimleika eða hlust-
um á morgunæfingar í útvarp-
inu, getum við veitt okkur þá
þjálfun sem við þörfnumst og
haldið okkur í ,.æfingu“ með því
að nota hverja mínútu, sem af-
gangs er að deginum — meðan
við bíðum eftir grænu umferðar-
ljósi, tölum í síma eða stöndum
í biðröð.
Ýmsir kaupsýslumenn hafa
kunnað lagið á að halda fullri
heilsu og starfskröftum fram á
elliár. Einn af framkvæmda-
stjórum General Motors, sem
var sístarfandi til dauðadags,
náði 82 ára aldri. Hann stund-
aði aldrei neinar líkamsæfingar,
en lét lyftur eiga sig. Theodore
Roosevelt forseti stælti háls-
vöðva sína með því að nudda
þá hvenær sem honum gafst
tóm til. Og kvikmyndajöfurinn
Darryl F. Zanuck sveiflaði golf-
kylfu í skrifstofu sinni, þegar
hann var að lesa ritaranum fyr-
ir eða tala í síma. Þetta var
engin sérvizka, heldur aðferð
til að styrkja úlnliðinn og fram-
handlegginn. Æ fleiri læknar og
þjálfarar mæla með þessum cin-
földu æfingum.
Það skiptir meira máli, hvern-
ig við æfum en hve mikið við
æfum. Það er vitað, að vöðvi
getur vaxið aðeins með ákveðn-
um hraða, og ofurlitil æfing á
réttan hátt kemur honum til að
vaxa með þeim hraða. Ef vöðvi
er dreginn saman sem nemur
tveim þriðju af mesta krafti
hans og honum haldið þannig
í sex sekúndur einu sinni á dag,
verður vaxtarhraði hans eins
mikill og hann getur frekast
orðið.
Á hverjum degi gefst andar-
taks tóm til hvíldar. Þær sek-
úndur geta skipt miklu máli.
Dragið inn magann. Lyftið hök-
unni. Vindið upp á ykkur. Geisp-
ið. Teygið úr ykkur. Gerið þess-
ar æfingar á skrifstofunni eða
meðan þið eruð á leiðinni frá
einum stað til annars. Látið þær
verða fastan lið í daglegum
störfum ykkar.
Margir leikarar, bæði á sviði
og í sjónvarpi, nota hvert
augnablik sem gefst til að halda
við heilsu sinni og útliti. Einn,
sem leikur í kúrekamyndum,
hefur þann sið að þrýsta kreppt-
um hnefa annarrar handar í
75