Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 108
TJRVAL
VILTU SVERJA?
um skinnklædda sætisbrúnina
aftan við háls konunnar. En því
varð ekki breytt:
Þannig var konan. Og þann-
ig átti hún að vera. Annars féll
hún ekki inn í heildarmyndina.
Já, hafði ekki konan hans
meira að segja gefið honum lag-
lega utan undir í fyrsta skipti
sem hann reyndi að kyssa hana
á hálsinn í stiganum? (Og var
það í rauninni ekki sá löðrung-
ur, sem hafði svo djúp og áköf
áhrif á hann — af því að hann
bar vott um svo ótrúlega rétt-
sýni og sannleiksást — að hann
heimsótti hana daginn eftir og
bað hennar? Enda þótt hann
hefði þá illa launað starf í
hljómsveit á kaffihúsi og hefði
alls ekki efni á að stofna heim-
ili?)
Það var karlmaðurinn, sem
átti að bera upp bónorðið, og
konan sem átti að segja nei.
Sellóleikaranum fannst hann
hrjáður bæði á sál og líkama
þar sem hann sat og hugsaði
um ævilanga baráttu karl-
mannsins við konuna. Það er
þessi ójafni leikur, hugsaði
hann, sem gerir okkur rudda-
fengna og beiska og harðlynda,
og sem hvetur okkur til að ná
okkur niðri á einhvern hátt.
Já, hugsaði hann allt í einu
og varð óttasleginn, svei mér ef
það er ekki þessi barátta, sem
skapar sellóleikarann í okkur!
Sellótónar geta fengið kristal-
skál til að bresta.
Ætti þá ekki góður sellóleik-
ari að geta sprengt skarð í
klettavegg ?
★
Hann andaði þunglega frá
sér, þegar hugsanakeðjunni var
lokið, og færði sig ofurlítið
fjær konunni í bílnum til að
strjúka yfir enni sér.
Hún horfði á hann draum-
kenndu augnaráði og hendur
hennar leituðu að höndum hans.
Og allt í einu brosti sellóleik-
arinn til hennar. Þau fáu
augnablik, sem hinar illu og
bitru hugsanir höfðu flogið um
höfuð hans, hafði hann háð bar-
áttu. Þessi fagra kona vissi það
ekki, og hún mundi aldrei fá
að vita það, að hann hafði nokk-
ur augnablik hatað hana sem
fulltrúa hins kalda óárennilega
kyns, og að hann hafði verið
kominn á fremsta hlunn með
að draga sig í hlé, auðmýkja
hana, þola ekki móðganir henn-
ar, ýta hendi hennar til hliðar,
og koma einu sinni fram við
konu eins og allar konur á öll-
um tímum höfðu komið fram
við hann. Eitt andartak hafði
hann fyllzt heilagri reiði, hann
hafði bæði verið ákærandi og
dómari.
En nú er málið útkljáð, þau
tvö skulda hvorugu neitt, og
listamanninum býður við böð-
ulsstarfinu.
Sellóleikarinn snýr sér að
ungu gyðjunni, sem situr við
hlið hans, og hann kingir.
Það er þó ekki henni að
100