Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 24
ÚRVAL
ANDI OG EFNI
anir sínar, kveðju viðbragða
sem venjulega fylg'di í kjölfar
hennar“.
Vaninn þurrkar út vitund-
ina. En þegar eitthvað nýtt
mætir okkur, þegar eitthvað
kallar á nýtt viðbragð — t. d.
krókur á leið okkar til vinnu —■
þegar við lærum nýja athöfn,
hlustum, athugum, rannsökum,
finnum til sársauka eða gleði,
ryðst merkið sem ýtir við okkur
inn á svið vitundarinnar. Jafn-
vel andardrátturinn getur orð-
ið hugsuð og meðvituð athöfn.
Vitundin birtist þannig í gervi
kennara. Hún „vakir yfir
menntun okkar“, kynnir okkur
nýjar staðreyndir og nýjar að-
ferðir, en lætur okkur ein um
að halda áfram margreyndum
athöfnum.
I þessari kenningu sinni um
vitundina sér Schrödinger vís-
bendingu um nýja vísindalega
kenningu í siðfræði. Undir-
staða sérhvers siðalögmáls er
sjálfsafneitun; skipunin: ,,þú
skalt“ er í andstöðu við frum-
stæðan vilja okkar. Boðorð og
hegðunarreglur krefjast þess
ao „frumstæðar langanir“ séu
bældar niður, og vitundarlíf
ckkar er óumflýjanlega sífelld
barátta við hið frumstæða ég
okkar. Lífveran er í eilífri
verðandi. Sérhver dagur í lífi
mannsins er agnarögn af þróun
tegundarinnar þegar hann að-
lagast og umbreytir sér; og öll
þróun er saga ótölulegra smá-
breytinga — „örsmá meitil-
högg“ eins, og Schrödinger
kallar þær. Sjálf erum við bæði
meitill og líkneskja, sigruð og
sigurvegarar.
Er með þessu verið að biðja
okkur að trúa, því, að þetta
þróunarferli, svo þunglamalegt
og hægfara sem það er, svo ó-
greinanlegt ekki aðeins einstakl-
ingum heldur heilum söguleg-
um tímabilum, svo mikið verk
tilviljunarkenndra stökkbreyt-
inga — smjúgi í raun og veru
inn í vitundina ? Schrödinger
segir að sú sé trú sín. Það er
við nám, við aðlögun, við lausn
þeirra vandamála er tilviljunin
skapar, sem við þróumst, og í
þessum athöfnum leikur vitund-
in þýðingarmikið hlutverk.
Vitundin er „fyrirbrigði á
sviði þróunarinnar. Heimurinn
birtist einungis þegar og að svo
miklu leyti sem hann er að
breytast, skapa ný form“. Af
því leiðir að vitundin og óþol
gagnvart eigin sjálfi eru óað-
skiljanlega tengd. Von sam-
félagsins er ekki maðurinn sem
er í sátt við sjálfan sig, sem
mókir eins og kanína í sólskin-
inu, heldur sá sem á í baráttu
við sjálfan sig. Vitrustu og
beztu menn allra tíma staðfesta
þessa mótsögn. Þeir urðu að
þjást til þess að geta afrekað;
heimurinn birtist þeim í skæru
ljósi vitundarinnar, og aðeins í
því ljósi gátu þeir „mótað og
umbreytt því listaverki sem við
köllum mannlegt eðli.“
Til þess að koma í veg fyrir
20