Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 24

Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 24
ÚRVAL ANDI OG EFNI anir sínar, kveðju viðbragða sem venjulega fylg'di í kjölfar hennar“. Vaninn þurrkar út vitund- ina. En þegar eitthvað nýtt mætir okkur, þegar eitthvað kallar á nýtt viðbragð — t. d. krókur á leið okkar til vinnu —■ þegar við lærum nýja athöfn, hlustum, athugum, rannsökum, finnum til sársauka eða gleði, ryðst merkið sem ýtir við okkur inn á svið vitundarinnar. Jafn- vel andardrátturinn getur orð- ið hugsuð og meðvituð athöfn. Vitundin birtist þannig í gervi kennara. Hún „vakir yfir menntun okkar“, kynnir okkur nýjar staðreyndir og nýjar að- ferðir, en lætur okkur ein um að halda áfram margreyndum athöfnum. I þessari kenningu sinni um vitundina sér Schrödinger vís- bendingu um nýja vísindalega kenningu í siðfræði. Undir- staða sérhvers siðalögmáls er sjálfsafneitun; skipunin: ,,þú skalt“ er í andstöðu við frum- stæðan vilja okkar. Boðorð og hegðunarreglur krefjast þess ao „frumstæðar langanir“ séu bældar niður, og vitundarlíf ckkar er óumflýjanlega sífelld barátta við hið frumstæða ég okkar. Lífveran er í eilífri verðandi. Sérhver dagur í lífi mannsins er agnarögn af þróun tegundarinnar þegar hann að- lagast og umbreytir sér; og öll þróun er saga ótölulegra smá- breytinga — „örsmá meitil- högg“ eins, og Schrödinger kallar þær. Sjálf erum við bæði meitill og líkneskja, sigruð og sigurvegarar. Er með þessu verið að biðja okkur að trúa, því, að þetta þróunarferli, svo þunglamalegt og hægfara sem það er, svo ó- greinanlegt ekki aðeins einstakl- ingum heldur heilum söguleg- um tímabilum, svo mikið verk tilviljunarkenndra stökkbreyt- inga — smjúgi í raun og veru inn í vitundina ? Schrödinger segir að sú sé trú sín. Það er við nám, við aðlögun, við lausn þeirra vandamála er tilviljunin skapar, sem við þróumst, og í þessum athöfnum leikur vitund- in þýðingarmikið hlutverk. Vitundin er „fyrirbrigði á sviði þróunarinnar. Heimurinn birtist einungis þegar og að svo miklu leyti sem hann er að breytast, skapa ný form“. Af því leiðir að vitundin og óþol gagnvart eigin sjálfi eru óað- skiljanlega tengd. Von sam- félagsins er ekki maðurinn sem er í sátt við sjálfan sig, sem mókir eins og kanína í sólskin- inu, heldur sá sem á í baráttu við sjálfan sig. Vitrustu og beztu menn allra tíma staðfesta þessa mótsögn. Þeir urðu að þjást til þess að geta afrekað; heimurinn birtist þeim í skæru ljósi vitundarinnar, og aðeins í því ljósi gátu þeir „mótað og umbreytt því listaverki sem við köllum mannlegt eðli.“ Til þess að koma í veg fyrir 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.