Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 112
Rottur og hrúðurkarlar flýja skip
Úr „The New Scientist".
EITT af stærstu fyrirtækjum
Bretlands, sem framleiðir
allskonar radíótæki fyrir skip,
vinnur nú að tilraunum með
mjög einfalda og hugvitsamlega
aðferð til þess að varna því að
hrúðurkarlar og annar sjávar-
gróður setjist á skipsbotna. Að-
ferðin er í því fólgin að fram-
leiða hátíðni hljóðbylgjur í
bolplötum skipsins neðansjáv-
ar. Rafmagnsútbúnaður í véla-
' rúmi skipsins framleiðir rið-
straum með hærri sveiflutíni en
hljóðbylgjur þær sem manns-
eyrað getur greint. Straumur-
inn er leiddur í orkubreyta
(transducers), sem festir eru
við stálplöturnar í bol skipsins.
Þessir orkubreytar breyta rið-
straumnum í hljóðbylgjur með
sömu tíðni.
Tilraunin hefur gefið ágæta
raun. Eftir að þessi útbúnaður
hafði verið settur í skip héldu
hrúðurkarlamir sig burtu. En
óleystur er sá vanda að aðhæfa
útbúnaðinn mismunandi bollög-
un skipa.
Hrúðurkarlagróður á skips-
botnum eykur mjög mótstöðu
skipsins í sjónum og dregur úr
ferð þess, þannig að það verður
bæði dýrara í rekstri og seinna
í förum en ella. Hingað til hef-
ur árangursríkasta aðferðin til
að bægja burt hrúðurkörlum
verið í því fólgin að nota máln-
ingu blandaða eiturefnum. En
áhrif jafnvel hinnar beztu eit-
urmálningar era skammæ og
þarf því oft að mála skipið.
Sem aukageta kom í ljós
óvæntur kostur þessarar nýju
aðferðar í einu tilraunaskip-
inu. Hátíðni hljóðbylgjurnar
fældu sem sé ekki einungis hrúð-
urkarlana, heldur einnig rott-
urnar í skipinu. Þær yfirgáfu það
með öllu. Menn hafa getið þess
til, að skýringin sé sú, að enda
þótt tíðnin sem notuð er sé of-
ar því sem mannlegt eyra grein-
ir, séu þær innan þeirra marka,
sem rottan greinir. En hver
sem ástæðan er, þá er hér fund-
in hin ákjósanlegasta aðferð
til að fæla burt rottur, og
mætti t. d. nota hana í stál-
grindahús á landi.
• IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMII
—o—
Duttlungar tízkunnar.
1 fyrra var kvenfatatízkan líkust því sem konunni væri hellt
í fötin. 1 ár er hún líkust því að konan hafi setzt á botninn.
— Black & White.
104