Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 19
ÁSTAR-KAKTUSINN
ÚRVAL
brennandi sólskini, til þess að
verða sem móttækilegastur fyr-
ir áhrifin.
Chi-yun var með mér; við
sátum á akri nálægt lítilli borg,
þar sem við bjuggum þá stund-
ina. Ég hafði ekki einu sinni
fengið mér vatnssoþa frá því
kvöldinu áður.
Ég tók upp hnífinn minn. Það
verður að skræla kaktusinn
áður en hann er etinn. Mig tók
næstum sárt að þurfa að skera
plöntuna. Hún var svo falleg —
ég hafði þvegið hana og fægt
með olíu til að hún myndaðist
vel. Chi-yun sagði, að ég hefði
aldrei látið mér svo annt um
dóttur okkar, meðan hún var
lítil. En það var heldur ekki
hægt að eta hana . . .
Indíánarnir sýna líka peyote-
kaktusnum lotningu; sumir
klæða hann í föt og dýrka hann
sem guð.
Hann var líkastur gúrku inn-
an í, grænn og dálítið stökkur,
en næst miðju var hann hvítur
og flókakenndur. Ég skar hann
í smábita og stakk einum upp í
mig.
„Hvernig er hann á bragðið?“
spurði Chi-yun. Hún vildi fá
helminginn af honum, en ég
neitaði. Áhrifin yrðu kannski
ekki eins sterk, ef við værum
bæði um hann.
Aldrei á ævi minni hef ég
bragðað annað eins óæti. Það
var líkast hægðasalti, bara
hundrað sinnum verra. Ég er
venjulega ekki uppnæmur, þeg-
ar matur er annars vegar. Ég
hef etið þurrkaðar bjöllur í
Kína og litla, lifandi krabba,
sem sníkja á ígulkerum, og eru
taldir herramannsmatur í Chile.
En ég gat varla rennt kaktusn-
um niður, og í hvert skipti sem
mér tókst að hesthúsa einn
munnbita, var hann furðu á-
leitinn við að komast upp aftur.
„Nei, þakka þér fyrir,“ sagði
Chi-yun, er ég hafði verið svo
riddaralegur að bjóða henni
bita. Hún sá, hvað mér gekk
illa með máltíðina. ,,Ég vil, að
þú borðir hann allan,“ bætti
hún við, eins og sannri húsmóð-
ur sæmir.
Þegar ekkert var eftir, lagð-
ist ég útaf með ákafa velgju
fyrir brjóstinu. Ég beið og beið.
Huichole-indíánarnir segja, að
m.ann dreymi í litum eftir að
hafa borðað 'peyote, en tréð uppi
yfir mér var alveg jafn grænt
og áður.
Aldous Huxley, sem nýlega
skrifaði bók um mesacáline, á-
vöxt á borð við peyote, segir
að hann geri menn ástfangna
og elskulega. Ég var bara
þreyttur og taugaæstur.
Ég hafði tekið með mér bók
og byrjaði nú að lesa. Það var
skemmtileg bók, og ég gleymdi
alveg kaktusnum og öllu um-
stanginu í kringum hann. Eg
var næstum hálfnaður með bók-
ina, þegar mér varð af tilviljun
litið upp.
Tréð var á sínum stað — en
það teygði sig til himins á allt
15