Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 36
ÚRVAL
VÉLIN, SEM BREYTIR HITA 1 RAFMAGN
hafa þannig heita eða kalda
drykki tiltæka eftir því hvað
við á í það og það skiptið.
Tveir vísindamenn á Tækni-
stofnunni í Massachusetts hafa
tekizt á hendur að smíða „hita-
r&feindavél“. Hér er um að ræða
pípu, fimm sentimetra í þver-
mál og nær átta sentímetra
langa, sem þeir félagar segja
að hafa reynzt mjög vel. Ann-
ar þeirra telur, að einhvern
tíma í framtíðinni verði hægt að
nota þessa orku til rafmagns-
framleiðslu í heimahúsum.
Ýmis konar spár og uppá-
stungur hafa komið fram um
notkun hitarafvélarinnar. Það
er ljóst, að hér er kominn fram
á sjónarsviðið nýr aflgjafi, sem
kann að valda gerbyltingu. Eld-
flaugnafræðingurinn Werner
von Braun hefur látið sér til
hugar koma, að nota megi slíka
rafala knúða sólarorku, til að
knýja gervihnetti. Þá hefur ver-
ið talað um garðsláttuvél, sem
gengi fyrir hitaraforku og
kæmi í góðar þarfir í útjöðrum
stórborga.
Notkun geislavirkra ísótópa
til hitaframleiðslu fyrir litla
hitarafala hefur einnig orðið
rnörgum tilefni til hvers konar
heilbrota og skapað nýja
möguleika. Orka frá slíkum
tækjum, t. d. í sambandi við út-
varp, getur enzt mai'ga mán-
uði, eða þangað til ísótópurinn,
sem stöðugt er að eyðast, kóln-
ar. Til eru ýmsar gerðir af
geislavirkum ísótópum og þær
eru misjafnlega langæjar. Ef
einhvern langar til að koma
upp mannlausri veðurathuguna-
stöð á norðurpólnum eða jafn-
vel á tunglinu, þá eru til ísótóp-
ar, sem endast heila öld.
Eitt af framtíðarverkefnum
nýju vélarinnar, sem vísinda-
mennina dreymir um, er að
auka orku kjarnaofna, sem enn
eru á sokkabandsárunum miðað
við afkastamestu kolakynntu
stöðvarnar. Kjarnakljúfarnir
framleiða meiri hita en gufu-
hverflarnir geta hagnýtt, og það
er að fleygja peningum í sjóinn
að láta þann hita fara til spill-
is. Áætlanir hafa komið fram
um að setja hitaraforkupípur
inn í kjarnakljúfinn og breyta
afgangshitanum beint í raforku.
Þesskonar útbúnaður hefur
þegar verið reyndur í Los Ala-
mos. Ef hann gefur góða raun,
er líklegt að taka megi kjarn-
orkuna til almennra nota miklu
fvrr en nú er ætlað.
Allir eru sammála um, að
mikið verk sé enn óleyst áður
en margir þessara drauma geti
rætzt. Öhemju fjármagni er
evtt í rannsóknirnar á ári
hverju. En öll framþróun krefst
bjartsýni, og við skulum vona,
að þessi nýi, fjölþætti orkugjafi,
sem nú er að koma fram á sjón-
arsviðið, eigi eftir að láta margt
gott af sér leiða og fleygi enn
fram á leið þeirri tæknþiróun,
sem verður stórstígari með
hverju árinu sem líður.
32