Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 27
ANDl OG EFNI
ÚRVAL
líffræðilega gagnslaus. ,,Tak-
mark okkar ætti að vera að
setja að nýju í stað hennar
samkeppni milli einstaklinga,
sem er miklu hugtækari og
skynsamlegri."
Ég ætla aðeins að drepa á
eitt af hugðarmálum Shröding-
ers til viðbótar. Tvö grundvall-
cratriði, segir hann, eru undir-
staða vísindaiðkana: Hið fyrra
er að náttúran sé skiljanleg; hið
síðar, að unnt sé að ,,hlutgera“
(objectify) heiminn. Við-
fangsefni okkar er hið síðara.
Lesandinn mun kannast við það
sem „kenninguna um veruleika-
heiminn“, sem minnzt er á hér
aó framan.
Til þess að komast eitthvað
áleiðis í skilningi okkar á hin-
um óendanlega flóknu fyrir-
brigðum náttúrunnar, látum
við sem við getum stigið út úr
heiminum, orðið skoðendur.
Augljóst er, að þetta er tilbúið,
að við erum sjálf hluti af því
sem við erum að skoða, en að-
ferðin virðist vera nauðsynleg,
ef eitthvert vit á að vera í vís-
indunum. Samt glottir þessi ó-
rökvísi sífellt við okkur. Þegar
skoðandinn hefur verið fjar-
lægður, gerum við snyrtilegt
líkan af kerfum efnis og hreyf-
ingar. En það er alvarlegur
galli á þessu líkani: það er alls
ekkert líkan af heiminum. Það
er eins og teikning af blómi.
Við fjarlægjum okkur sjálf til
þess að komast nær heiminum,
en árangurinn verður sá, að við
týnum honum. Við stígum í
skyndi inn í myndina aftur. Af-
leiðingin verður ringulreið.
Annar vandi kemur til. Hvað
segir kenningin um veruleika-
heiminn um það hvernig hugur-
inn orkar á efnið? Til þess að
gera myndina hefur sjálfið verið
fjarlægt. En sjálfið er hugur-
inn; hvernig getuð það þá ork-
að á það sem það hefur verið
tekið burt frá? Er þetta aðeins
hártogun? Því aðeins að vísindi
og heimspeki séu sjálf hártogun.
,,Hin efnislegu vísindi," skrif-
aði Sir Charles Sherrington,
„setja okkur andspænis þeifri
mótsögn, að hugurinn sem slík-
ur geti ekki leikið á píanó —
hugurinn sem slíkur geti ekki
hrært einn fingur.“ Hver eða
hvað gerir þá það sem gert er?
Er myndin af efnisheiminum
gerð af efninu sjálfu? Er eng-
in leiðsögn, engin áform, eng-
inn greinarmunur ? Það er
vissulega hægt að halda því
fram, að ekki sé til neitt sem
heitir hugur, að það sé merk-
ingarlaust hugtak. En þá kom-
umst við í tvennskonar mót-
sögn. Ef við á hinn bóginn við-
urkennum, að hugtakið hafi
einhverja merkingu, lendum
við í annars konar mótsögn.
Hugurinn situr einn á háu priki
sínu í skuggaheimi. Hann er
framandi í sínum eigin heimi.
I bók sinni Man on His Nature
dregur Sherrington vandamál-
ið saman í eftirfarandi orðum:
„Að svo miklu leyti sem skynj-
23