Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 52
Furðulegt sálfræðilegt
fyrirbrigði:
,,Véldrengurinn“ Jói
Grein úr „Scientific American“,
eftir Bruno Bettelheim.
JÓI var véldrengur þegar við
kynntumst honum fyrst.
Hann hagaði sér eins og hann
væri fjarstýrður, knúinn áfram
af vélarafli síns eigin volduga
og skapandi hugmyndaflugs.
Hann var ekki aðeins sjálfur
sannfærður um, að hann væri
vél, heldur sannfærði hann einn-
ig aðra um það, þótt undarlegt
sé. Jafnvel þegar hann fram-
kvæmdi eitthvað, sem í eðli sínu
var mannlegt, virtist það allt-
af vélrænt og sálarlaust. Á hinn
bóginn, þegar vélin var ekki í
gangi, urðum við að hafa okk-
ur alla við til að gera okkur
grein fyrir að hann væri nærri,
því að þá var engu líkara en
hann væri ekki til. Mannslíkami,
sem starfar eins og vél, og vél,
sem stælir mannlega starf-
semi, er hvort tveggja í senn
heillandi og hrollvekjandi. Ef til
vill er það svo óhugnanlegt
vegna þess, að það minnir okk-
ur á að líkami mannsins getur
starfað andlaus og sálarlaus. Og
Jói var bam, sem svipt hafði
verið manneðlinu.
Heilbrigð böm geta villzt
inn í hugarheim ímyndaðrar
frægðar eða töframáttar, en
það er auðvelt að fá þau til að
snúa aftur. Böm með geðtrufl-
anir eru hins vegar ekki alltaf
fær um að rata leiðina til baka;
þau verða innilokuð, fangar í
heimi blekkinga og ímyndana.
Jói var að mörgu leyti gott dæmi
um þess konar sjúklega sjálfs-
dýrkun bama.
I Sonia Shankman skólanum
í Chicago er unnið að því að
skapa slíkum bömum heilbrigt
umhverfi, svo að þau geti byrj-
að nýtt líf. Hér á eftir mun ég
þó fremur lýsa sjálfum sjúk-
dómnum en læknismeðferðinni.
Þegar einstaklingar leita at-
hvarfs í heimi blekkinganna
skapa þeir sér hugmynd, sem
er í samræmi við aldarháttinn
og þróun mála á hverjum tíma.
Jói tók vélina sér til fyrirmynd-
ar af skiljanlegum ástæðum;
hann var bam tæknialdarinnar,
og saga hans sýnir okkur
glöggt vélamenninguna í allri
sinni nekt, eins og hún birtist í
sjúkum huga lítils drengs.
ímyndun Jóa er ekki fátíð
48