Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 82
ÚRVAL
VARMÁ
hverjum frammi á ganginum
rétt við dyrnar mínar.
Þegar sólin gægðist upp yfir
fjallatindana reis ég upp og
klæddist. Skömmu síðar heyrði
ég að Gréta fór úr herbergi
sínu og niður. Ég vissi, að hún
var að flýta sér til að útbúa
handa. rhér morgunverð áður
en ég færi. Ég beið stundarkorn,
og eftir fjórðung stundar
heyrði ég hana koma upp stig-
ann aftur. Hún drap létt á dyrn-
ar hjá mér og kallaði nafn mitt
nokkrum sinnum.
Ég hratt upp hurðinni og stóð
augliti til auglitis við hana.
Hún hafði búizt við að finna
mig sofandi, og varð svo undr-
andi að sjá mig þarna, að and-
artak gat hún ekki komið upp
neinu orði.
„Gréta,“ sagði ég og greip
um hendur hennar, „flýttu þér
ekki svona að koma mér af
stað — ég fer ekki strax — ég
veit ekki hvað var að mér í
gærkveldi — nú veit ég að ég
elska þig —“
„En, Ríkarður — í gærkveldi
sagðirðu að —“
,,í gærkveldi sagðist ég ætla
að fara snemma í morgun,
Gréta, en ég vissi ekki hvað ég
var að tala um. Nú ætla ég ekki
að fara fyrr en þú kemur með
mér. Ég skal segja þér hvað ég
á við undir eins og við erum
búin að borða morgunverð. En
fyrst af öllu langar mig til þess
að þú vísir mér leiðina niður að
ánni. Ég verð að komast þang-
að strax til þess að þreifa á
vatni hennar með eigin hönd-
um.“
>o<
Ósk.
Ung’ blómarós sótti námskeið í enskri tungu við Vassar
College. 1 einum fyrirlestri sínum lagði prófessorinn ríka áherzlu
á nauðsyn þess að heyja sér orðaforða. „Endurtakið orð fimm
sinnum upphátt," sagði hann, ,,og þá mun það verða eign yðar
það sem eftir er ævinnar."
Blómarósin lokaði augunum og endurtók fimm sinnum:
„Walter, Walter, Walter, Walter, Walter."
— Black & White.
—O—-
Að velja og hafna.
Ég staðnæmdist með börnin min fyrir framan söluturn og
bað um is handa þeim. „Með vanilju- eða súkkulaðibragði ?“
spurði maðurinn.
„Af hverju hafið þið ekki fleiri bragðefni ?“ spurði ég. „Það
eru allir orðnir dauðleiðir á þessum tveim."
„Eg skal segja yður, frú,“ sagði hann þolinmóðlega. ,,Ef þér
vissuð hve lengi fclk er að ákveða sig þegar það á að velja um
þessi tvö bragðefni, þá mynduð þér fljótlega gefast upp á að
hafa þau tvö, hvað þá fleiri.
—• Reader’s Digest.
74