Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 98
'ÚRVAL
VILTU SVERJA?
Hann varð bæði undrandi og
feginn og svaraði:
„C — G — D —• A. Talið neð-
an frá.“
Hún laut að honum til að
drepa í sígarettunni í öskubakk-
anum, sem var hans megin. Hún
tók um vinstri hönd hans, fing-
ur hennar svo svalir, þurrir og
vellagaðir.
Svo strauk hún fingrunum
varlega um góma hans, og það
var glettni í lágri, lítið eitt
hásri rödd hennar þegar hún
sagði:
„Er það í fingrum vinstri
haridar, sem snilligáfan er fólg-
in?“
Hann Ieyfði henni að strjúka
hönd sína og sagði:
„Ekki eins mikið og í þeirri
hægri.“
Hún leit spyrjandi á hann og
tók svo um hina hönd hans.
„Það er hægri höndin, sem
heldur á boganum," sagði
hann.
Það er hún, sem framleiðir
hljóminn: tóngæðin, styrkinn,
viðkvæmnina. Þegar öllu er á
botninn hvolft, er kannski allur
leyndardómurinn fólginn í úln-
lið hægri handar.“
Hún leit á ská upp til hans,
hlustaði og brosti. Svo ýtti hún
hvítu, stífuðu skyrtulíningunni
upp fyrir úlnliðinn á honum og
færði höndina úr keltu sinni
yfir að lýsandi klukkunni í
mælaborðinu til þess að sjá bet-
ur. Gilöur úlnliður sellóleikar-
ans var þakinn þykkum, svört-
um hárum. Hægt og mjúklega
strauk hún þessi hár. Hún var
með hring á löngutöng vinstri
handar, með stórum marglitum
steini í, og langar dökkrauðar
neglur hennar glömpuðu eins og
rándýrsaugu í frumskógi.
Mjúkir, sívalir fingur hennar
gældu við hönd hans, létt og
innilega, og honum varð á að
kingja skyndilega, er hann
horfði á óstýrilátt, koparlitað
hár hennar í þögn næturinnar.
Hún hallaði sér aftur á bak í
sætinu án þess að sleppa hönd-
um hans, og höfuð hennar
hvíldi á bakbrún sætisins. I
daufri skímunni sá hann hvít-
an, fagurlega lagaðan háls
hennar. Hlýja, fislétta kápan
hafði opnast að framan, svo að
hann gat greint líkama hennar
og ávalar línur brjóstanna und-
ir svörtu ullarpeysunni. Frá
líkamanum lagði kvenlega
hlýju, og hendur hans lágu stöð-
ugt í skauti hennar.
Án þess að færa sig, sparkaði
hún skónum af sér og dró fæt-
urna upp undir sig í bílsætinu.
Svo lyfti hún höfðinu, opnaði
augun til hálfs og bar hendur
hans að stóru gullspennunni í
beltinu. Hún leit á hann, og það
varð ógnþrungin kyrrð í bíln-
um.
Á-
Sellóleikarinn losaði vinstri
handlegginn með hægð og lagði
hann aftur fyrir hnakka henn-
ar á mjúka, svala skinnáklæð-
90