Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 50
ÚRVAL
veraldlegra hluta eða afla,
hvorki lifandi né lífvana. Hann
gæti, ef hann vildi, látið líkama
okkar þroskast og dafna á yfir-
náttúrlegan hátt, án nokkurrar
fæðutöku; eða nært okkur án
aðstoðar bænda, bakara og
slátrara; hann gæti veitt okkur
þekkingu án aðstoðar lærðra
manna; eða snúið heiðingjum
til réttrar trúar án aðstoðar
trúboða. f stað þess leyfir hann
jarðveginum, veðrinu, dýrunum
og huga og hendi mannanna að
hafa samvinnu um að fram-
kvæma vilja hans. ,,Guð skapaði
bænina til þess að veita börn-
um sínum tign orsakasamheng-
isins,“ sagði Pascal. En ekki að-
eins bænina; hvenær, sem við
aðhöfumst éitthvað, veitir hann
okkur þessa tign. Það er ekkert
einkennilegra, að bænirnar hafi
áhrif á rás viðburðanna, heldur
en að aðrar athafnir mínar hafi
það. Þær hafa ekki áhrif á á-
kvarðanir guðs — þ. e. a. s.
höfuðtilgang hans. En þessum
höfuðtilgangi verður náð eftir
ýmsum leiðum, samkvæmt at-
höfnum, þar á meðal bænum
barna hans.
Svo virðist sem guð fram-
kvæmi ekkert sjálfur sem hann
getur falið mönnunum að fram-
kvæma. Hann býður okkur að
framkvæma það hægt og af van-
efnum, sem hann gæti sjálfur
gert og fullkomnað á auga-
bragði. Hann leyfir okkur að
vanrækja það, sem hann vill að
við gerum, eða bregðast alger-
ÁHRIF BÆNARINNAR
lega. Ef til vill gerum við okkur
ekki fulla grein fyrir vandamál-
inu, sem af því hlýst, að frjáls-
um vilja mannanna sé leyft að
hafa samstarf við almættið. Það
virðist fela í sér einskonar af-
sal guðlegra valda. Við erum
ekki eingöngu þiggjendur eða
áhorfendur. Annaðhvort eru
okkur veitt þau forréttindi að
taka þátt í leiknum eða við er-
um. neydd til samstarfsins. Er
þetta furðulega fyrirbæri aðeins
rtköpun, sem fer fram fyrir
augum okkar? Þannig fer guð
að því að skapa — jafnvel guði
— af engu.
Mér virðist þetta að minnsta
kosti líklegast. En það sem ég
hef sett hér fram, er aðeins eins-
konar andleg fyrirmynd eða
tákn. Við getum ekki rætt efni
sem þetta, án þess að benda á
hliðstæður eða nota líkingamál.
Við erum áreiðanlega ekki
gædd nægum sálargáfum, til
þess að geta skilið sjálfan veru-
leikann. Bænin er ekki vél. Hún
er ekki töfrar eða galdur. Hún
er ekki ráðlegging okkar til
guðs. Bæn okkar má ekki, frek-
ar en aðrar athafnir okkar, vera
skilin frá hinni stöðugu og sí-
felldu athöfn guðs sjálfs, en í
henni einni er allra endanlegra
orsaka að leita.
Enn verra er að Iáta sér detta
í hug, að þeir sem fá bænir sín-
ar uppfylltar, séu einskonar
hirðgæðingar, fólk, sem geti
haft áhrif á valdhafann. Bæn
Krists í Gethsemane var synjað
46