Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 11
KlNVERSKA KOMMÚNAN I TVENNSKONAR LJÖSI
ÚRVAL
ósu og gerast aftur fiskimað-
ur.“
ÞEGAR ég hitti Tong Na-
ling eftir að hann flýði ásamt
Chang, félaga sínum, spurði ég
hann hvernig ævi hans hefði
verið, áður en kommúnistar
tóku völdin. ,,Við vorum fátæk
cg lífið var erfitt,“ sagði hann.
„En við höfðum oftast nóg að
borða. Og jafnvel þó lítið væri
stundum um mat, var fjöl-
skyldan alltaf saman, ástvinir
manns allt í kring. Nú er það
ekki lengur til.“
Enginn getur neitað því, að
kínversku kommúnistarnir
hafa náð miklum árangri í
framleiðslu og atvinnumálum.
En þessa þróun hefur kín-
verska þjóðin keypt dýru verði:
hún getur ekki lengur verið
stolt að því að heita menn.
Heimsókn í kínversku kommúnurnar.
Grein úr „New Statesman and Nation“,
eftir R.H.S. Crossman.
NOKKRUM vikum eftir að ég
kom heim frá Kína í sept-
ember s. 1., hófust ritdeilur út
af raunverulegri þýðingu
kommúnanna fyrir kínversku
þjóðina. Undir venjulegum
kringumstæðum mundi ég varla
leggja fljótlegar athuganir
mínar að jöfnu við álit sérfræð-
inga, en ég virðist vera að heita
má eini Englendingurinn, sem
heimsótt hefur þrjár af þessum
kommúnum, og ég skrifaði
mikið hjá mér á hverjum degi.
Þær þrjár kommúnur, er ég
sá, voru innan 50 kílómetra frá
þrem stórborgum — Tientsin í
norðurhlutanum, Changchow
rétt fyrir sunnan Gulafljót og
Wuhan við Yangtse.
En hefði átt að dæma eftir
ósléttum moldarvegunum, seni
við skröltum á, og frumstæðum
þorpunum, er við ókum í gegn-
um, gátu þær verið mörg hundr-
uð kílómetra frá næstu borg.
Hver þeirra náði yfir heilt
sveitahérað — ég ætla að kalla
þær T, C og W til þæginda —
og íbúatalan var 85,000, 65,000
cg 54,000 í hverri fyrir sig.
Hverju héraði fyrir sig var
breytt í kommúnu, einfaldlega
með því að þjóðnýta alla einka-
eign — nema íbúðarhúsið og
garðinn ,í kring — og útnefna
miðstjórn til að hafa umsjón
með framkvæmdum.
Um það leyti, sem ég var
þarna á ferðinni, hafði íbúunum
verið skipt í vinnuflokka, 3,000
til 4,000 manns í hverjum, og
7