Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 67
SPJÁTRUNGAR Á SUÐURSKAUTSLANDINU
ÚRVAL
skiptast mörgæsarhjónin á að
vernda þau fyrir heimskauts-
kuldanum þær sex vikur sem
klaktíminn stendur.
Meðan annað hjónanna ligg-
ur á slæzt hitt venjulega í hóp
glaðra félaga, sem eins er ástatt
fyrir. Þeir synda, hoppa og
renna sér niður brattar brekk-
ur. Hópur, sem er á leið frá
hreiðrinu með ,,skyrtubrjóstin“
útötuð eftir margra daga álegu,
mætir hvítfáguðum félögum
sinum á heimleið eftir svamlið
í sjónum og áhyggjulausan
leik. Það bregst ekki, að hóp-
arnir taka tal saman áður en
lengra er haldið. Sumum þeirra,
sem eru á leiðinni heim, verður
þá um megn að horfast í augu
við skyldunnar, er bíða þeirra
í hreiðrinu; þeir falla fyrir
freistingunni eins og syndug
mannanna börn, og snúa við til
að fá sér enn eina dýfu í sjón-
um.
Á barmi vakarinnar nema
allir staðar. Enginn vill vera
fyrstur út í. Fuglarnir raða sér
upp, hrinda hverir öðrum með
vængjunum, beygja sig til að
sleppa við högg og halla sér
aftur á bak til að falla ekki í
vökina. Þessi kynlega hegðun
kann að eiga sér alvarlegar or-
sakir. Sæhlébarðinn, erkióvin-
ur mörgæsanna, liggur oft í
leyni undir ísröndinni og bíður
eftir tækifæri til að hrifsa þær
tiJ sín með hvasstenntum kjaft-
inum.
Fyrr eða síðar kemur þó að
því, að einhver mörgæsin dett-
ur í sjóinn. Hún svamlar og
buslar og er sýnilega hæst-
ánægð, svo að félagar hennar
láta ekki á sér standa. Þeir raða
sér upp eins og kappsundsmenn
og steypa sér út í allir jafnt.
Oftar mynda þeir þó langa röð
og stinga sér á hausinn í sjó-
inn hver á eftir öðrum. Þeir
veltast og ólátast og kalla hver
í annan, eins og krakkar, sem
hópast út í sundlaug.
Líf mörgæsanna er ekki ein-
tóm sæla. Uppi yfir klettaran-
anum þar sem varpstöðvarnar
eru, sveima skúmar í leit að
bráð. Þessir stóru ránfuglar,
með meira en meters væng-
haf, lifa á mörgæsareggjum og
ungum. Ef egg er látið eftir-
litslaust eitt augnablik, er
skúmurinn búinn að hremma
það.
Að þessari hættu frátalinni
getur ákafi mörgæsarforeldr-
anna, þegar þau skipta um vörð,
brotið egg og skaðað ungana.
Einnig eru gamlir, geðillir
karlfuglar, sem ekki hafa getað
náð sér í maka, stundum á ferð-
inni um varpstöðvarnar og
skeyta þá skapi sínu á eggjum
og ungum.
Ungarnir, sem lifa þessi ósköp
af, geta farið að bjarga sér
sjálfir í lok sumars. Þá fer ís-
inn af flóum og fjörðum Snæ-
landsins að reka norður á bóg-
inn, og á jökunum sigla Adelie-
mörgæsirnar til hlýrri heim-
kynna.
59