Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 72
tjRVAL
HANN, SEM GENGUR TÖBAKSVEGINN
nema sex mánuði á sama staðn-
nm.
Ég spyr Caldwell, hvort hann
sé trúaður.
,,Nei, ég er trúlaus, frjáls-
hyggjumaður og efasemdar-
maður. Ég sagði föður mínum,
að ég ætlaði að verða rithöf-
undur og yrði því að prófa og
rannsaka alla hluti, viðurkenna
eða hafna. Ég yrði að vera um-
burðalyndur og gleypa ekki við
ollu. Hann skildi mig mjög vel,“
Við erum sammála um það,
að suðurríkjafólk, eins og Cald-
well hefur lýst því, skipi sinn
sess í heimsbókmenntunum ■—
það lifir sem söguhetjur og sem
,,ameríkanar“ í vitund útlend-
inga. Sumir furða sig á því, að
bækur Caldwells skuli vera svo
vinsælar víða um heim sem raun
ber vitni.
„Fólk les þær sér til skemmt-
uriar, það hefur áhuga á sögu-
þræðinum og persónunum. Það
er auðvelt að loka bók, sem
manni finnst ekki skemmtileg,
eða það held ég,“ segir Cald-
well. „Rithöfundur er sögumað-
ur, og það er til fólk, sem hefur
hæfileika til að lesa það, sem
aðrir segja frá.“
Við förum að ræða verk höf-
undarins og það koma fram
ýmsar eftirtektarverðar athuga-
semdir. Margar af sögupersón-
um Caldwells lifa á svipuðu til-
verustigi og Adam og Eva
gerðu í upphafi vega. Sveita-
léttúð og lokkandi kynferðis-
mök í heitu loftslagi, á-
hyggjuleysið fyrir morgundeg-
inum — mörgum lesanda finnst
þetta vera óvenjulegur og hríf-
andi skáldskapur, safamikil
sveitarómantík. Trú, lög, boð
og bönn, standa ekki í vegi,
þegar þetta frumstæða fólk
hlýðir kalli eðlishvatarinnar.
Enda þótt höfundurinn skrifi
af raunsæi og gagnrýni um við-
urstyggilegt ástand og viðbjóðs-
legar persónur, eru margar
bækur hans í rauninni flótti
frá raunveruleikanum. Lesand-
inn dreymir sig frá hinu flókna
samfélagi, sem hann lifir í og
krefst aga og afskipta við hvert
fótmál í samfélaginu, sem ger-
ir fólk að lögbrjótum, þegar
það reynir að láta heitustu ósk-
ir sínar rætast. Caldwell tekur í
hönd okkar og leiðir okkur eft-
ir „Tóbaksveginum“ til síns
unaðslega hjarðmannalífs á
sinni eigin dagsláttu.
Caldwell hlustar með athygli
og skýtur inn orði öðru hvoru:
Kann að vera. I guess. Hvað
veit ég.
Þegar Caldwell hefur sagt
eitthvað, haldið einhverju fram,
bætir hann oft við eins og hann
sé í vafa: I guess, I presume, it
might be so, probably, very
likely — og svipuðum setning-
um sem þýða: „ég býst við því,“
,,ef til vill.“ Hann lokar aldrei
efann úti.
*
Ég beini samtalinu að þeirri
fullyrðingu Caldwells, að hinn
64