Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 9
KÍNVERSKA KOMMÚNAN I TVENNSKONAR LJÓSI
ÚRVAL
með manni sínum. Meðan lang-
ar raðir þessara vesalings
hjóna stóðu utan við braggana,
var aldrei talað saman eða gert
að gamni sínu. Það var hræði-
leg niðurlæging.
Aldrei var nóg að borða.
Fólki var sagt, að það gæti
keypt meiri mat, en það hafði
tæpast peninga til þess. (Verka-
maður eins og Chang fékk rúm-
an dollar á mánuði). Þegar
vetraði, skalf fólkið í bómullar-
fötunum. Yfirstjórn kommún-
unnar lofaði skjólfatnaði, en
hann var enn ekki kominn
seint í nóvember.
Chang og Tong ákváðu að
flýja. Nótt eina dimma laum-
uðust þeir niður að ánni, stálu
bát og lifa nú sem frjálsir
menn.
KÍNVERSKIR kommúnistar
segjast nú hafa skipulagt um
99% af bændum landsins í 26
þúsund kommúnur, sumar með
allt að 300 þúsund meðlimum.
Næsta skrefið átti að vera full-
komin skipulagning borgarbúa,
og var byrjað á henni í til-
raunaskyni í Mukden, Peking
og Shanghai, þar sem verka-
menn áttu að búa í bröggum
fast við verksmiðjurnar, sem
þeir unnu í. En seint á síðast-
liðnu ári tilkynnti miðstjórn
flokksins, að hætt hefði verið
við þessi áform í bili, erfiðleik-
ar væru á að stofna borgar-
kommúnur, vegna þess hve
„borgaraleg hugmyndafræði“
væri enn rík í stórborgunum —
með öðrum orðum, vegna and-
stöðu ' tilvonandi meðlima
kommúnanna.
Fiskimaðurinn Kwei Pai-sin
var meðlimur í einni af þessum
tilraunakommúnum, „komm-
únu fólks á fljótabátum“, í
borginni Shekki. Kwei er
kraftalegur náungi, og þraut-
seigja og gamansemi er
honum í blóð borin, eins
cg öllum þeim Kínverjum,
er eyða ævi sinni úti á fljóta-
bátunum og koma sjaldan á
þurrt land. Hann fæddist meira
að segja um borð í fljótabát.
Kwei er 37 ára gamall, kvænt-
ur, og á sex ára gamlan son og
tvær dætur, f jögurra og tveggja
ára.
I ágústmánuði síðastliðnum
var öllum „fljótaverkamönn-
um“ — fiskimönnum, og áhöfn-
um á ferjubátum, farþega- og
flutningabátum — stefnt til
ráðhússins í Shekki og tilkynnt,
að kommúna hefði verið sett á
stofn í borginni. Alls var um
að ræða 3700 manns á 1500 bát-
um af ýmsum stærðum og
gerðum. Þyngsta áfallið fyrir
Kwei var það, að honum var
skipað að senda börn sína á
barnaheimili kommúnunnar í
landi. Kona hans grét beisk-
lega og hótaði að stytta sér
aldur. Þegar hún neitaði að láta
börnin af hendi, kom kven-
embættismaður út í bátinn
hellti sér yfir hana og tók
skælandi börnin frá henni.
5