Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 6
tJRVAL
KÍNVERSKA KOMMÚNAN 1 TVENNSKONAR LJÓSI
manna staulast heim í bragg-
ana. Nítján klukkustundir á dag
sjö daga í viku, hvíldarlaust.
Það er útboð fjöldans —
hræðilegasta herkvaðning, sem
sögur fara af.
1 desember urðu íbúar Macao
vitni að óvæntu atriði í þess-
um mikla harmleik. Einn dag-
inn heyrðist nístandi neyðar-
cp: „Við viljum ekki vinna
lengur!“ Rétt á eftir sáust her-
flokkar kommúnista koma eftir
grandanum, sem tengir Lappa
við meginlandið, og var asi á
þeim. Og ekki leið á löngu, unz
hvellir vélbyssu- og rifflaskot-
anna dundu í hráslagalegri
morgunskímunni, blandaðir
veinum fólksins. Svo þagnaði
allt. Þann dag voru ekki marg-
ir Kínverjar í Macao, sem
þökkuðu ekki forfeðrum sínum
fyrir það hamingjulán að hafa
lent réttum megin við ána.
Um gervallt Kína hafa 635
milljónir manna, sem bera virð-
ingu fyrir fjölskyldulífinu og
mannhelginni, verið gerðar að
samstæðum hlutum í risavax-
inni, miskunnarlausri vél. I
þjóðkommúnunni kemur fólkið
ekki fram sem einstaklingar,
heldur sem ein þjóðfélagsleg
heild. það borðar, sefur, vinn-
ur, framkvæmir og hugsar í
sameiningu, — já, og eykur
jafnvel kyn sitt sameiginlega.
Þegar það byrjar vinnu á
morgnana, eftir lúðrablástur,
leikfimi og morgunverð í mat-
skálanum, gengur það af stað í
fylkingu undir fánum. Nehru,
forsætisráðherra Indlands,
lýsti Kína nýlega sem stórum
lierbúðum. Allir verða að stunda
heræfingar — meira að segja
börnin æfa með leikfangariffl-
um.
Þegar bóndinn gengur í
kommúnuna, missir hann land-
skika sinn og allar aðrar eigur
sínar. Verkfæri sín, kvikfénað,
eldhúsáhöld og hvers konar
húsbúnað verður hann að
,,selja“ kommúnunni (án þess
að fá nokkuð fyrir það). Hann
verður að láta allt af hendi,
nema fötin sem hann stendur í,
og allan fatnað framvegis fær
hann hjá stjórninni. Fjölskyld-
an flytur vanalega í aðskilda
bragga, þar sem karlar, konur,
börn og gamalmenni búa sitt í
hvoru lagi. Undirstöðueining
þjóðfélagsins er ekki fjölskyld-
an, heldur 20 manna vinnuflokk-
ur karla eða kvenna.
Fyrsta þjóðkommúnan var
sett á stofn í Honan-fylki í
apríl í fyrra sem tilraunastarf-
semi. En í ágústlok var Kína-
stjórn byrjuð að safna saman
öllum bændrnn landsins, um 500
milljónum, í kommúnur — ,,tii
þess að auðvelda mönnum að
losna við persónuleikann",
ems og Chen Yi, utanríkisráð-
herra orðaði það af fullkomnu
blygðunarleysi. Nú gat bóndinn
ekki tekið það rólega, þegar
uppskeran var komin í hús, lag-
fært svínastíuna eða hvílt sig.
Nú var honum skipað að leggja
2