Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 63
„VÉLDRENGURINN" JÓI
URVAL
líta á Jóa eins og dauða.n hlut,
höfðu foreldrar hans gert hann
að véldreng. Þó að hann hefði
náð valdi yfir sumum lífshrær-
ingum, eins og t. d. hægðum á
vissum tímum og mæltu máli,
hafði hann öðlast þá þekkingu
sitt í hvoru lagi, og hann hélt
þeim alltaf vandlega aðgreind-
um. Salemisvenjur hans höfðu
aldrei vakið hjá honum þægi-
lega kennd þess, sem finnur að
hann hefur vald yfir líkama
sínum; málið hafði aldrei orðið
lykill hugsana hans og tilfinn-
inga. Jói gekk aftur á bak hina
eðlilegu braut þróunarinnar. I
stað þess að vitkast og þrosk-
ast eins og önnur börn, fór hon-
um aftur hröðum skrefum til æ
meiri ófullkomnunar. Hefði okk-
ur skilizt þetta fyrr, hefðum
við ekki átt í eins miklum erf-
iðleikum með hann fyrstu ár-
in.
Það er ólíklegt, að saga Jóa
gæti gerzt á öðrum tímum og
rndir öðrum kringumstæðum en
í þjóðfélagi því, sem við búum
við. Það er gnægð hvers konar
vélrænna hluta, sem gerir barn-
inu oft erfittt fyrir að komast
í náið samband við umhverfið.
Þegar foreldramir verða að
leggja hart að sér til að geta
veitt barni sínu einföldustu þæg-
indi, er það ánægja þeirra, sem
vekur hjá baminu sjálfsvirð-
ingu og löngun til nánari sam-
skipta. Ef hins vegar þarf ekki
annað en rétta út höndina eftir
alls kyns þægindum og foreldr-
arnir hafa enga sérstaka á-
nægju af að veita bömum sín-
um þau, er líklegt að börnun-
um finnist þau ekki skipta neinu
máli, þegar brýnustu lífsnauð-
synjum sleppir. Auðvitað geta
börn og foreldrar komizt í náið
samband undir öðrum kringum-
stæðum, og gera það raunar, en
málið er þá ekki lengur svo ein-
falt og blátt áfram. Barnið verð-
ur að finna, að umhyggja og
eftirlit foreldranna sé veitt með
glöðu geði, án þess að krafizt
sé ákveðinna hlunninda í stað-
inn. Það verður að finna, að vel-
ferð þess sé bezt borgið í hönd-
um þeirra, er láta sér annt um
það. Vitundin um, að tekið sé
tillit til þess, vekur hjá barn-
inu löngun til náinna og lang-
varandi hugtengsla.
En þessi tengsl Jóa við for-
eldra hans voru jafn gersneydd
ánægju og allt annað, sem hann
hafði saman við þau að sælda.
Þau leiddu hann fram á barm
örvæntingar, sem hrakið hefur
svo mörg kleyfhuga börn inn á
sjúkrahús og aðrar lækninga-
stofnanir. Það liðu margir mán-
uðir áður en Jói kynntist okkur
að nokkru ráði. Hræðsla hans
við, að einhverjum færi að þykja
vænt um hann, gerði allt sam-
band við hann óhugsandi.
Þegar Jói hafði að lokum
fengið traust á okkur, byrjaði
hann að skemmta sér með
,,þykjast-leikjum“, eins og smá-
böm gera oft. Og um leið urðu
breytingar á hinum ímyndaða
55