Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 40
ÚRVAL
á manninn og einum úr áhorf-
endahópnum er boðið að koma
upp á sviðið og brjóta hann með
sleggju. Eitt sinn kom það fyrir
að höggið lenti utan við steininn,
og varð það dáleidda mannin-
um að bana.
Móttækilegt fólk má gera al-
gerlega tilfinningalaust fyrir
sársauka með dáleiðslu. Verkj-
um eftir uppskurð má auðveld-
lega eyða með því að dáleiða
sjúklinginn, og ef skipta þarf
um umbúðir á djúpum og stór-
um brunasárum, sem venjulega
hefur talsverðan sársauka í för
með sér, má svæfa sjúklinginn
dásvefni og þá finnur hann
ekkert til.
Höfuðverk, tannpínu, tauga-
kvalir og óþolandi krabbameins-
þrautir má lina með dáleiðslu,
en þess ber þó að minnast, að sú
lækning á aðeins við um ein-
kenni sjúkdómsins, en ekki or-
sök hans. í þessu liggur mikil
hætta, ef óvanir menn reyna að
lækna með dáleiðslu,
Dávaldur nokkur, sem vanur
var að sýna á sviði, hafði eitt
sinn stúlku undir höndum, sem
kvartaði um stöðugan höfuð-
verk. Að lokum leitaði hún til
heimilislæknis síns. Hann sendi
hana til taugasérfræðings, sem
komst að því, að hún var með
heilaæxli á háu stigi.
Dáleiðsla getur haft áhrif á
sjónina. Maður er svæfður dá-
svefni og sagt, að enginn sé í
herberginu nema hann sjálfur
og læknirinn. Þriðji maður kem-
DÁLEIDDIR SJÚKLINGAR
ur og heldur á spegli í hendinni.
Sjúklingurinn sér ekki aðkomu-
manninn, aðeins spegilinn, sem
hann sér svífa í lausu lofti.
Ef manni, sem er undir dá-
leiðsluáhrifum, er fengið vatn
að drekka og sagt að það sé
áfengi, reikar hann um óstöð-
ugur á fótum, eins og hann sé
dauðadrukkinn. Kvensjúklingur,
sem ég nota í tilraunaskyni, er
látinn lykta af ammoníaki og
segir að það sé eftirlætis ilm-
vatnið sitt. Hún getur líka borð-
að ímyndaða sítrónu og grett
sig af því hve hún er súr.
Hinn frægi kanadíski tauga-
skurðlæknir, Wilder Penfield,
sýndi nýlega fram á, að hluti
heilans getur starfað eins og
segulbandstæki, geymt atvik úr
lífi mannsins, bæði það sem
hann heyrir og sér.
Einn af sjúklingum mínum,
nítján ára stúlka, var svæfð
djúpum dásvefni og beðin að
lýsa því, sem gerðist á tólfta
afmælisdegi hennar. Án þess að
hika byrjaði hún að segja frá
afmælisveizlunni, nefndi börnin
sem boðið var og sagði nákvæm-
lega, hvað þau höfðu borðað.
Næst var hún beðin að segja
frá fjögra ára afmælinu, svo
tveggja ára og loks þriggja.
Rödd hennar og svipur varð
eins og hjá smábarni. Þegar við
létum hana lýsa níu ára afmæl-
inu, bar hún rangt fram ýmis
orð, sem voru hárrétt í fram-
burði þegar hún komst á ungl-
ingsaldurinn.
36