Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 51
ÁHRIF BÆNARINNAR
ÚRVAL
það ætti að vera nægilegt svar
við þessari hugmynd. Og ég tel
rétt, í þessu sambandi, að skýra
hér frá skoðun reynds, kristins
manns. Hann sagði: „Ég hef
verið vottur að mörgum greini-
legum bænheyrslum og af þeim
voru sumar að mínu áliti krafta-
verk. En venjulega eru bæn-
heyrslur algengastar fyrst í
stað, áður en fólk snýzt til trú-
ar, eða skömmu á eftir. Eftir
því sem trúarlífið eflist, verða
bænheyrslur sjaldgæfari. Og
það er ekki einungis svo, að
synjununum f jölgi, heldur verða
þær ótvíræðari og ákveðnari."
Er því þá svo varið, að guð
yfirgefi þá, sem þjóna honum
af mestri einlægni? Nú, sá sem
hefur þjónað honum bezt af öll-
um, sagði þegar hann var að
deyja kvaladauða sínum: „Hví
hefur þú yfirgefið mig?“ Þegar
guð verður maður, og sá mað-
ur er í sínum mestu nauðum,
hlýtur hann minni huggun guðs
en allir aðrir. Þetta er leyndar-
dómur, sem mig mundi bresta
hugrekki til að kanna, jafnvel
þótt og gæti það. En enda þótt
vanmáttugar manneskjur eins
og þú og ég, fáum stundum
svör við bænum okkar, skulum
við forðast að draga af því
ályktanir okkur í hag. Ef við
værum sterkari, kynni að koma
í ljós, að við hlytum ekki jafn
milda meðferð. Ef við værum
hugrakkari, kynnum við að
verða send, með miklu minni
aðstoð, til þess að verja stöðv-
ar, sem væru í enn meiri hættu
í hinni miklu baráttu.
Hvorum hlutanum ?
Sagan segir, að franska kvikmyndaleikkonan Brigitte Bardot
hafi nýlega verið á baðströnd á Spáni. Siðgæði á almannafæri
er strangt á Spáni. Meðal annars eru strangar reglur um það
hvernig baðföt megi vera og siðgæðisverðir á baðströndum til
þess að gæta þess að reglunum sé fylgt.
Leikkonan var ekki að hylja fegurð sína fram úr hófi — hún
bar aðeins klæði um brjóst og lendar. Siðgæðisvörðurinn á
baðströndinni kom til hennar og sagði:
„Má ég vekja athygli yðar á því, að það er bannað að vera i
baðfötum, sem eru í tvennu lagi.“
„®g bið afsökunar," sagði leikkonan. „Úr hvorum hlutanum
viljið þér að ég fari?"
—O—
Aðalgallinn á ungu kynslóðinni er sá, að við erum svo mörg,
sem ekki teljumst lengur fil hennar.
47