Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 68
Viðtal við höfuntlinn, sem mest er
iesinn allra höfuntla í Ameríku.
Hann sem gengur tóbaksveginn
Grein úr „Vi“,
eftir Eugénie Söderberg'.
EGAR í upphafi viðtalsins
við Erskine Caldwell, berst
talið að bókmenntalegum efn-
um. Þegar einhver viðstaddur
spyr um álit hans, svarar hann
góðlátlega:
„En þið vitið þó að ég er mað-
ur óflókinn og blátt áfram.
Spyrjið mig aldrei spurninga,
sem krefjast nákvæmra og blæ-
brigðraríkra útlistana. Ég hef
ekki vit á slíku.“
Mér var áður kunnugt um
andúð Caldwells á því að vera
talinn einskonar véfrétt. Hann
er of hlédrægur, of hræddur við
að láta hafa eitthvað eftir sér,
sem á prenti gæti virst hátíð-
legur úrskurður. Mér er einnig
kunnugt um það, að hann forð-
ast að ræða um efni skáldsagna
sinna, sem valdið hafa deilum.
,,Ég er bar sögumaður,“ seg-
ir hann hvað eftir annað um
sjálfan sig. Hann hefur valið
sér að viðfangsefni að lýsa líf-
inu í Suðurríkjum Bandaríkj-
anna, ekki fegurri hlið þess,
heldur fátækt og eymd, spillingu
og siðleysi hvítra manna og
svartra. Slíkt viðfangsefni vek-
ur ávallt athygii og veldur
deilum manna á meðal.
Caldwell hefur komið í snögga
ferð til New York, en er annars
búsettur í San Francisco. Ég
hitti hann og hina fjörmiklu,
ungu konu hans, Virginiu, á
hóteli þeirra. Caldwell er fjór-
giftur. Hann hefur boðið mér,
ásamt tveim vinum sínum, í síð-
degisheimsókn.
Rithöfundurinn er nú 55 ára
gamall, hávaxinn og þrekin. Það
er auðséð, að hann hefur unnið
erfiðisvinnu á yngri árum —
hann hefur unnið við bómullar-
tínslu, verið verksmiðju- og
landbúnaðarverkamaður, stund-
að viðarhögg og unnið í fjöl-
mörgum öðrum starfsgreinum.
Hann vill láta fara vel um sig í
stólnum, hann er ekki horaður,
en föt hans eruvíða oggetarúm-
að nokkur kíló í viðbót. Hann
er skarpleitur í andliti, hárið
ljósjarpt með rauðri slikju, og
blá augun eru oftast vökul og
spyrjandi.
Þegar Caldwell hefur afneit-
að því sem almennt gengur und-
ir nafninu „intellektualismi“,
60