Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 8
ÚRVAL
KÍNVERSKA KOMMÚNAN I TVENNSKONAR LJÖSI
og karlmenn í þrjá; 100 manns,
eða fimm vinnuflokkar, í
hvern. Sumt af eldra fólkinu
átti að sjá um matreiðslu, ann-
að var sent á barnaheimilið
eða í sóttvarnardeildir. Unga
og heilbrigða fólkið, bæði karl-
ar og konur, var skipulágt í
vinnusveitum. Þegar Chang og
Tong hafði verið vísað á sinn
stað í bröggunum, þar sem þrjár
svefnkojur voru hver upp af
annarri, lögðust þeir strax til
svefns.
Klukkan hálffimm næsta
morgun vaknaði Chang við
hvellt blístur í lögregluflautu.
Eftir að nafnakail hafði farið
fram, var flokki hans skipað að
gera leikfimisæfingar,hlaupaog
æfa sig með trérifflum. Klukk-
an átt var komið með morgun-
verðinn, hrísgrjón og rækju-
súpu, út á æfingavölinn, og
veitt fimmtán mínútna matar-
hlé. Þá var aftur flautað.
Flokkunum var skipað í 160
manna sveitir og síðan haldið
af stað út á akrana.
Unnið var sleitulaust fram að
hádegi, en þá fengu verkamenn-
irnir hrísgrjón og grænmeti
sent á vinnustað, og var þá aft-
ur fimmtán mínútna hlé. Að
svo búnu var enn tekið til við
vinnuna og unnið hvíldarlaust
til hálfátta, er öllum var skip-
að að ganga heim í braggana
aftur. Við kvöldverðarborðið
ríkti þögn, flestir voru of
þreyttir til að tala. Svo heyrð-
ist flautublístrið aftur, enn var
gengið út á akrana, þar sem
ljósker höfðu verið hengd upp,
og haldið áfram að vinna, þó að
menn væru orðnir dauðupp-
gefnir.
Það var komið miðnætti,
þegar öllum var sagt að fara
heim með svofelldum orðum:
„Þið þurfið ekki að vinna meira
í dag“. Eiginmönnum var ráð-
lagt að koma ekki nálægt
bröggum kvenfólksins. Konur
fengu ekki leyfi til að heim-
sækja börn sín. Chang fór að
sofa. Fjórum og hálfri klukku-
stund seinna vaknaði hann við
sama hvella flautublístrið og
óður.
Þannig gekk það, daginn út
og daginn inn, sjö daga í viku.
Það voru haldnir pólitískir
fundir, stundum þrisvar í viku,
og fólkið fagnaði þeim sem
kærkominni hvíldarstund. Einu
frídagarnir voru opinberir há-
tíðisdagar með skrúðgöngum,
áróðurskvikmyndum og enn
meiri fundarhöldum. Menn
gátu aldrei verið út af fyrir sig,
nema þeir væru giftir.
Hjón máttu koma saman
stutta stund í einu aðra hvora
viku. A laugardagskvöldum,
þegar búið var að borða, var
„hreinsað út“ úr bröggunum,
og ef eiginmaðurinn átti frí
þann laugardaginn, gat hann
farið með konu sinni á tiltekinn
stað. Á eftir varð hún að gefa
sóttvarnarnefndinni skýrslu,
þar sem bókuð var dagsetning
og sá tími, er hún hafði eytt
4