Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 66
ÚRVAL
SPJÁTRUNGAR A SUÐURSKAUTSLANDINU
a.nn og nota tærnar sem drif-
hjól í snjónum og vængstubb-
ana sem árar, og eru þá furðu
fijótar að bera sig yfir landið.
Vitað er um keisaramörgæs,
sem komst meira en 15 km á
klukkustund á þennan hátt.
Adelie-mörgæsirnar eru senni-
lega meiri ferðalangar en bræð-
ur þeirra og systur af öðrum
tegundum. Þær hafa vetursetu
við norðurjaðar ísbreiðunnar,
en ferðast á vorin yfir 800 km
leið suður á bóginn til varp-
stöðva sinna. Sézt hafa mör-
gæsir, sem komnar voru meira
en 1400 km frá heimkynnum
sínum.
Varpstöð Adelie-mörgæsa
er eins og vitlausraspítali. Við
komum í eina þeirra á Bird-
höfða um hávarptímann, og ó-
hljóðin voru eins og á knatt-
spyrnuvelli, þegar áhorfendum
líkar ekki úrskurður dómarans.
Uppi á háum klettarana töld-
um við meira en 50 þúsund
mörgæsir, er lágu þétt saman á
grjóthreiðrum með stuttu milli-
bili. Allar voru þær önnum
kafnar, ýmist í bónorðsför eða
að unga út gráum, dúnmjúkum
hnoðrum, sem veltust hver inn-
an um annan og voru yfir að
líta eins og bylgjandi komakur.
Sumir þeirra fengu oft all ó-
notalega útreið, þegar ofsareið-
ur mörgæsapabbi kom á fleygi-
ferð gegnum hópinn í eltinga-
leik við einhvern bannsettan
þrjót, sem hafði ætlað að stela
konunni hans.
Þó að mörgæsir komi stund-
um mjög nálægt manni af for-
vitni sinni, er þeim ekkert um
það gefið að láta taka sig upp.
Þá skrækja þær hástöfum og
höggva nefinu í hönd manns
þar sem þær ná til og gefa þung
högg með vængjunum, þó stutt-
ir séu. Ef einhverjum tekst
hins vegar að halda á Adelie-
mörgæs í eina eða tvær mínút-
ur, verður hún venjulega ró-
legri og leyfir manni jafnvel að
strjúka sér og gæla við sig.
Það er eins og henni finnist, að
hún hafi gert skyldu sína með
því að gera eina tilraun til að
losna, og síðan verði örlögin að
ráða hvað um hana verði eftir
það.
Tilhugalíf mörgæsanna hefst
með einum smásteini, sem karl-
inn ber í nefinu og leggur
stimamjúkur fyrir fætur þeirr-
ar útvöldu. Hún tekur gjöf hans
stundum með mestu blíðu, en
fyrir kemur, að hann uppsker
ekki annað en barsmíðar fyrir
hugulsemina. Þá dregur hann
höfuðið inn á milli herðanna,
lokar augunum og tekur
skammadembunni með jafnað-
argeði. En mörgæsarungfrúnni
rennur oftast nær móðurinn
býsna fljótt, og þá kemur biðill-
inn alveg til hennar. Þau veifa
vængjunum, nudda saman nefj-
unum og stíga dillandi ástar-
dans með hásu gargi og höfuð-
in teygð upp í loftið.
Þegar eggjunum hefur verið
verpt, en þau eru vanalega tvö,
58