Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 104
ÚRVAL
VILTU SVERJA?
leið gegnum skógarþykkni,
klifið fjöll og laumast yfir
landamæri, hann hafði skriðið
eftir þakrennum og klifrað í
brunastiga og haldið jafnvægi
á gluggasillum á áttundu hæð.
I slagsmálum í sjómannsknæpu
í Rotterdam, þar sem barizt var
um konu, hafði húðin verið
flegin af enni hans á stóru
svæði, þegar stóll lenti í höfði
hans. Meira segja sellóið hans
var næstum því brotið í spón
emu sinni, þegar kona fékk leyfi
til að reyna það og datt með
það í fanginu.
Fyrir allt það, sem sellóleik-
arinn — eins og allir karlmenn
— hafði sóað í konuna af pen-
ingum, tíma og orku í þrjátíu
ár, hefði hann getað byggt
heila flotadeild og greitt ríkis-
skuldir meðalstórrar þjóðar.
Fjöldi allra þeirra kvenvera,
sem hann hafði gefið auga á
götunni, snúið sér til, látið
kynna sig fyrir, komið sér í
mjúkinn hjá, biðlað til og tekið
með áhlaupi, beðið og grátbænt
um undirgefni, stundum hótað,
sem hann hafði hvíslað, stam-
að, raulað, sungið, hrópað og
húrrað nöfnin á, fannst honum
á þessu augnabliki skipta þús-
undum, eða tugþúsundum.
Og hve marga — hann
kingdi — hve marga raunveru-
lega ástafundi hafði hann svo
haft upp úr þessum æðisgengna
óstöðvandi eltingaleik ? Hann
reyndi að rifja það upp. Tíu.
Kannski tuttugu. Brot, sem í
hæsta lagi nam hálfum af þús-
undi, hugsaði hann og leit
gramur ofan á kopargljáandi
hárið, sem kitlaði hann í nef-
broddinn.
Og þó honum hefði í stöku
tilfelli tekizt — fyrir eitthvert
kraftaverk — að snúa örvilnuð-
um tilraunum sínum upp í sig-
ur, hvernig hafði þá konan tek-
ið honum?
Hún hafði verið mótsnúinn,
þrjózk, fráhrindandi ' alveg
fram á seinustu stundu.
I hvert skipti hafði hún kom-
ið honum til að finnast hann
líkur þjófi, sem rænir móður-
lausu barni, er getur ekki borið
hönd fyrir höfuð sér, eins og
friðspillir og glæpamaður og
líkræningi, — og jafnvel
minnsta votti af sigurgleði
breytti hún óðara í ósigur, þar
sem hann sá fram á fyrirlitn-
ingu, fangelsisvist og eilífa
glötun.
*
Eins og allir karlmenn þekkti
hann snubbótt og harðneskju-
leg orð konunnar, ómildar og
ásakandi spurningar hennar,
kalda hönd hennar og nístandi
bros þegar hún ýtti hendi hans
til hliðar.
Þetta voru orðin og setning-
arnar, sem hann kunni utan að,
og sem aldrei mundu líða hon-
um úr minni.
Hann hafði hlustað á þessi
orð í þrjátíu ár, og það er nægi-
96