Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 49
ÁHRIF BÆNARINNAR
öðlast hvort eð var. Kunningi
okkar, yfirboðari og eiginkona
halda því ef til vill fram, að
það hafi verið sökum bónar
okkar, að þau brugðust svo við
sem raun varð á; og við kunn-
um að þekkja þessar persónur
svo vel, að við drögum orð
þeirra ekki í efa. En það er
vert að veita því athygli, að
fullvissa okkar um þetta atriði
byggist ekki á vísindalegum að-
ferðum. Við gerum ekki frek-
ari tilraunir til sannprófunar t.
d. með því að neita kauphækk-
uninni og slíta trúlofuninni og
bera síðan bón okkar aftur fram
við nýjar aðstæður. Sannfær-
ing okkar eða fullvissa er ann-
ars eðlis en vísindaleg þekking.
Hún byggist á persónulegu
sambandi okkar við hina aðil-
ana; hún byggist á þekkingu
okkar á þeim.
Sannfæring okkar um, að guð
heyri ávallt bænirokkarog verði
stundum við þeim, og að slíkt
sé ekki aðeins tilviljunum háð,
hlýtur að byggjast á sömu for-
sendu. Ekki kemur til mála að
fara að flokka bænir í tvo
flokka, þær sem hafa rætzt og
aðrar, sem ekki hafa borið
árangur, og reyna svo að álykta,
hvort svo margar hafi komið
fram, að ekki geti verið um til-
viljun að ræða. Þeir, sem þekkja
einhvern mann bezt, eru færast-
ir að dæma um, hvort hann hafi
orðið við bón þeirra, af því að
þeir báðu hann. Ég býst við að
þeir sem þekkja guð bezt, séu
ÚRVAL
færastir að dæma um það, hvort
hann hafi sent mig til rakarans,
af því að hann hafði beðið til
guðs.
Við höfum sem sé til þessa
verið að reyna að leysa þessa
þraut með alrangri aðferð.
Spurningin: ,,Hefur bænin
áhrif ?“ leiðir okkur afvega þeg-
ar í upphafi. ,,Áhrif“ — eins og
bænin sé galdur eða vél — eitt-
hvað, sem starfar sjálfkrafa.
Bænin er annaðhvort bein
ímyndun eða persónulegt sam-
band ófullkominna persóna
(okkar) og hinnar alfullkomnu
persónu. Það er lítill þáttur bæn-
arinnar að biðja um einhverja
hluti; játning og iðrun eru
þröskuldar hennar, lotning
helgidómur hennar, návist guðs
brauð hennar og vín. Guð birt-
ist okkur í bæninni. Það er af-
leiðing opinberunar hans, að
hann bænheyrir okkur — og
ekki endilega þýðingarmesta af-
leiðingin. Þegar við lærum að
þekkja hann, öðlumst við skiln-
ing á athöfnum hans.
Þó er okkur bæði leyft og boð-
ið að biðja fyrir daglegum þörf-
um: „Gef oss í dag vort dag-
legt brauð.“ Þetta skapar vafa-
laust fræðilegt vandamál. Get-
um við trúað því, að guð breyti
ákvörðunum sínum fyrir bænar-
stað mannanna ? Því að ekki
þarf að fræða hinn alvitra um
hvað sé bezt, og ekki þarf að
hvetja hinn algóða til að gera
það. Guð þarfnast ekki heldur
milligöngu eða aðstoðar neinna
45