Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 56
ÚRVAL
„VÉLDRENGURINN" JÓI
það blæddi úr pípunum, ef þær
meiddu sig og þær gátu orðið
veikar. Hann hélt fast við þess-
ar öfugsnúnu hugmyndir sínar
um muninn á dauðum hlutum
og lifandi.
I vélheirni Jóa var allt háð
sérstökum hindrunarlögmálum,
sem voru miklu strangari en lög-
mál eðlisfræðinnar. Skjót eyði-
legging vofði yfir, ef þeim var
ekki hlýtt. Þegar við kynnt-
umst Jóa betur, varð okkur
Ijóst, að þau hljóðu augnablik,
sem vél hans var ekki í gangi,
var drengurinn niðursokkinn í
að brjóta heilann um þessi lög-
mál, er hugarheimur hans
byggðist á. Hann var svo ná-
tengdur vélunum sínum, að það
var miklum erfiðleikum bund-
ið að hafa samskipti við hann.
Ef einhver í skólanum ætlaði að
skemmta honum með leikföng-
um, sem vakið höfðu athygli
hans, var viðkvæðið: ,,Mér
finnst voða gaman að þessu, en
fyrst verð ég að taka vélina úr
sambandi". En þegar því var
lokið, hafði hann misst áhugann
gersamlega. Þegar honum var
rétt eitthvert leikfang, gat
hann ekki tekið við því, vegna
þess að vélarnar og pípumar
héldu báðum höndum hans
föstum. Jafnvel sumir litir voru
hættulegir og mátti ekki nota
þá á fötum eða leikföngum, því
að „vissir litir rjúfa strauminn
og ég má ekki snerta við þeim,
því að ég get ekki lifað nema
hafa strauminn."
Jói var sannfærður um, að
vélar væru betri en fólk. Þeg-
ar hann rak sig einu sinni á
pípu í leikfimissalnum okkar,
sparkaði hann svo ofsalega í
hana, að kennslukonan varð að
taka í taumana, svo að hann
slasaði sig ekki. Þegar hún út-
skýrði fyrir honum, að pípan
væri miklu harðari en fóturinn,
svaraði Jói: „Þarna sannast
það. Vélar eru betri en manns-
líkaminn. Þær brotna ekki, þær
eru miklu harðari og sterkari.“
Ef hann týndi eða gleymdi ein-
hverju, var það sönnun þess, að
heilinn í honum var ónýtur, svo
að bezt var að fleygja honum
og fá vél í staðinn. Ef hann
missti eitthvað niður, átti að
skrúfa af honum handlegginn,
af því að hann starfaði ekki
eðlilega. Þegar höfuð eða hand-
leggur vann ekki eins og honum
líkaði, refsaði hann þeim lík-
amshluta með því að berja hann.
Jafnvel tilfinningar Jóa voru
vélrænar. Þegar hann reyndi
lítillega að kynnast öðru barni
löngu seinna á skólatímanum og
það vildi hvorki heyra hann né
sjá, hrópaði hann upp yfir sig:
„Hann braut í mér tilfinning-
arnar.“
Smám saman fór okkur að
skiljast það sem virtist svo
mótsagnakennt í hegðun Jóa,
hvers vegna hann var svo nið-
ursokkinn í vélar og pípur,
eyðilagði þær skyndilega í ofsa-
bræði og byrjaði síðan undir
eins aftur að viða að sér nýjum
52