Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 56

Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 56
ÚRVAL „VÉLDRENGURINN" JÓI það blæddi úr pípunum, ef þær meiddu sig og þær gátu orðið veikar. Hann hélt fast við þess- ar öfugsnúnu hugmyndir sínar um muninn á dauðum hlutum og lifandi. I vélheirni Jóa var allt háð sérstökum hindrunarlögmálum, sem voru miklu strangari en lög- mál eðlisfræðinnar. Skjót eyði- legging vofði yfir, ef þeim var ekki hlýtt. Þegar við kynnt- umst Jóa betur, varð okkur Ijóst, að þau hljóðu augnablik, sem vél hans var ekki í gangi, var drengurinn niðursokkinn í að brjóta heilann um þessi lög- mál, er hugarheimur hans byggðist á. Hann var svo ná- tengdur vélunum sínum, að það var miklum erfiðleikum bund- ið að hafa samskipti við hann. Ef einhver í skólanum ætlaði að skemmta honum með leikföng- um, sem vakið höfðu athygli hans, var viðkvæðið: ,,Mér finnst voða gaman að þessu, en fyrst verð ég að taka vélina úr sambandi". En þegar því var lokið, hafði hann misst áhugann gersamlega. Þegar honum var rétt eitthvert leikfang, gat hann ekki tekið við því, vegna þess að vélarnar og pípumar héldu báðum höndum hans föstum. Jafnvel sumir litir voru hættulegir og mátti ekki nota þá á fötum eða leikföngum, því að „vissir litir rjúfa strauminn og ég má ekki snerta við þeim, því að ég get ekki lifað nema hafa strauminn." Jói var sannfærður um, að vélar væru betri en fólk. Þeg- ar hann rak sig einu sinni á pípu í leikfimissalnum okkar, sparkaði hann svo ofsalega í hana, að kennslukonan varð að taka í taumana, svo að hann slasaði sig ekki. Þegar hún út- skýrði fyrir honum, að pípan væri miklu harðari en fóturinn, svaraði Jói: „Þarna sannast það. Vélar eru betri en manns- líkaminn. Þær brotna ekki, þær eru miklu harðari og sterkari.“ Ef hann týndi eða gleymdi ein- hverju, var það sönnun þess, að heilinn í honum var ónýtur, svo að bezt var að fleygja honum og fá vél í staðinn. Ef hann missti eitthvað niður, átti að skrúfa af honum handlegginn, af því að hann starfaði ekki eðlilega. Þegar höfuð eða hand- leggur vann ekki eins og honum líkaði, refsaði hann þeim lík- amshluta með því að berja hann. Jafnvel tilfinningar Jóa voru vélrænar. Þegar hann reyndi lítillega að kynnast öðru barni löngu seinna á skólatímanum og það vildi hvorki heyra hann né sjá, hrópaði hann upp yfir sig: „Hann braut í mér tilfinning- arnar.“ Smám saman fór okkur að skiljast það sem virtist svo mótsagnakennt í hegðun Jóa, hvers vegna hann var svo nið- ursokkinn í vélar og pípur, eyðilagði þær skyndilega í ofsa- bræði og byrjaði síðan undir eins aftur að viða að sér nýjum 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.