Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 32
TJRVAL
ÞRJÁR SEKtJNDUR TIL AÐ BJARGA LlFINU
bílnum er alltaf svolítið loftlag,
sem lokast inni.
4. hættan: Þú ert að aka eftir
fáförnum þjóðvegi að nóttu til.
Á móti þér kemur bíll. Þú sérð
að hann beygir hægt yfir á þína
\ egarbrún. Hvað áttu að gera?
Svar: Mestar líkur eru til að
bílstjórinn hafi dottað við stýr-
ió og vakni ekki fyrr en bíllinn
nemur við vegbrúnina þín meg-
in. Ef hann er nógu langt burtu,
þá reyndu að vekja hann með
því að flauta eða depla ljósun-
um. Ef þetta dugir ekki og hann
heldur áfram að stefna yfir á
þinn vegarhelming, þá stöðvaðu
bíl þinn yzt á þínum vegarhelm-
ingi. Lokaúrræði: beygðu hægra
megin við hann og aktu fram-
hjá honum þeim megin.
5. hættan: Þú ekur eftir borg-
arstræti þar sem bílar standa
beggja megin götunnar. Drukk-
inn bílstjóri reynir að aka fram
ur bíl sem kemur á móti þér og
stefnir beint á þig. Árekstur
verður ekki umflúinn því að
vegurinn er of mjór fyrir þrjá
bíla. Hvað áttu að gera?
Svar: Hemlaðu, slökktu á vél-
inni og búðu þig undir að taka
árekstrinum! Beygðu ekki —
það er engin undankomuleið.
Eín vesta staða fyrir bíl í á-
rekstri er að fá ákeyrsluna á
hliðina. Ef árekstri verður ekki
forðað, er af tvennu illu betra
að fá hann framan á „stuðar-
ann“ — til þess er hann. Bíllinn
þolir hvergi meira högg en
framan á stuðarann. Hvers-
vegna áttu að slökkva á vélinni ?
Það dregur úr hættunni á í-
kveikju — atriði, sem alltaf
skyldi hafa í huga þegar árekst-
ur er yfirvofandi.
En ef barnið þitt hefur stað-
ið í sætinu við hliðina á þér —
hvað geturðu þá gert því til
bjargar? Því er fyrst til að
svara, að börn ættu aldrei að
standa í framsæti bifreiðar,
þau eru í alvarlegri slysahættu
þar, jafnvel við minnsta árekst-
ur. Láttu börnin vera í baksæt-
inu, en gættu þess auðvitað, að
dyrnar séu læstar. Ef þú hefur
verið svo ógætinn að hafa barn-
íð standandi hjá þér, þá er bezta
ráðið að ýta því niður á gólfið
áður en þú hemlar eða grípa
það í fangið. Hvorttveggja er
erfitt án þess að missa vald á
bílnum.
6. hættan: Þú ert að aka eft-
ir borgarstræti þegar ungling-
ur hleypur skyndilega í veg fyr-
ir bílinn, ætlar að skjótast yfir
götuna fyrir framan þig, hras-
ar og dettur rétt fyrir framan
bílinn. Hann er of nærri til þess
að þú getir beygt framhjá hon-
um. Hvað geturðu gert til að
draga úr hættunni á alvarlegu
slysi ?
Svar: Snögghemlaðu, ef þú
hefur tíma til, en aðeins snöggv-
ast! Ef drengurinn reynir að
forða sér til annarrar hvorrar
handarinnar, hefurðu enga
stjórn á bílnum, ef hann renn-
ur á hemluðum hjólum. Og ef
bíllinn rennur yfir hann á
28