Úrval - 01.06.1959, Page 32

Úrval - 01.06.1959, Page 32
TJRVAL ÞRJÁR SEKtJNDUR TIL AÐ BJARGA LlFINU bílnum er alltaf svolítið loftlag, sem lokast inni. 4. hættan: Þú ert að aka eftir fáförnum þjóðvegi að nóttu til. Á móti þér kemur bíll. Þú sérð að hann beygir hægt yfir á þína \ egarbrún. Hvað áttu að gera? Svar: Mestar líkur eru til að bílstjórinn hafi dottað við stýr- ió og vakni ekki fyrr en bíllinn nemur við vegbrúnina þín meg- in. Ef hann er nógu langt burtu, þá reyndu að vekja hann með því að flauta eða depla ljósun- um. Ef þetta dugir ekki og hann heldur áfram að stefna yfir á þinn vegarhelming, þá stöðvaðu bíl þinn yzt á þínum vegarhelm- ingi. Lokaúrræði: beygðu hægra megin við hann og aktu fram- hjá honum þeim megin. 5. hættan: Þú ekur eftir borg- arstræti þar sem bílar standa beggja megin götunnar. Drukk- inn bílstjóri reynir að aka fram ur bíl sem kemur á móti þér og stefnir beint á þig. Árekstur verður ekki umflúinn því að vegurinn er of mjór fyrir þrjá bíla. Hvað áttu að gera? Svar: Hemlaðu, slökktu á vél- inni og búðu þig undir að taka árekstrinum! Beygðu ekki — það er engin undankomuleið. Eín vesta staða fyrir bíl í á- rekstri er að fá ákeyrsluna á hliðina. Ef árekstri verður ekki forðað, er af tvennu illu betra að fá hann framan á „stuðar- ann“ — til þess er hann. Bíllinn þolir hvergi meira högg en framan á stuðarann. Hvers- vegna áttu að slökkva á vélinni ? Það dregur úr hættunni á í- kveikju — atriði, sem alltaf skyldi hafa í huga þegar árekst- ur er yfirvofandi. En ef barnið þitt hefur stað- ið í sætinu við hliðina á þér — hvað geturðu þá gert því til bjargar? Því er fyrst til að svara, að börn ættu aldrei að standa í framsæti bifreiðar, þau eru í alvarlegri slysahættu þar, jafnvel við minnsta árekst- ur. Láttu börnin vera í baksæt- inu, en gættu þess auðvitað, að dyrnar séu læstar. Ef þú hefur verið svo ógætinn að hafa barn- íð standandi hjá þér, þá er bezta ráðið að ýta því niður á gólfið áður en þú hemlar eða grípa það í fangið. Hvorttveggja er erfitt án þess að missa vald á bílnum. 6. hættan: Þú ert að aka eft- ir borgarstræti þegar ungling- ur hleypur skyndilega í veg fyr- ir bílinn, ætlar að skjótast yfir götuna fyrir framan þig, hras- ar og dettur rétt fyrir framan bílinn. Hann er of nærri til þess að þú getir beygt framhjá hon- um. Hvað geturðu gert til að draga úr hættunni á alvarlegu slysi ? Svar: Snögghemlaðu, ef þú hefur tíma til, en aðeins snöggv- ast! Ef drengurinn reynir að forða sér til annarrar hvorrar handarinnar, hefurðu enga stjórn á bílnum, ef hann renn- ur á hemluðum hjólum. Og ef bíllinn rennur yfir hann á 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.