Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 96

Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 96
ÚRVAL VILTU SVERJA? hvers staðar milli þrjátíu og þrjátíu og fimm ár. Það gat vel komið heim við sögurnar, sem hún sagði af börnunum sínum, ellefu ára dreng og átta ára stúlku. Sjálfur var selló- leikarinn fjörutíu og fimm ára, kvæntur og átti þrjú börn. Hann hafði ólögulegt nef, var sam- brýndur, og með kubbslegt and- lit, svo að engum hefði komið til hugar að telja hann lagleg- an. Öðru máli gengdi um ungu frúna, sem sat við hlið hans og ók bílnum öruggum höndum. Hún vissi líka af því sjálf. ,,Ég er ung og falleg,“ hafði hún sagt þegar þau sátu inni í stof- unni og töluðu saman, ,,og hvers vegna ætti ég þá ekki að fara út og skemmta mér öðru hverju, ef tækifæri býðst? Manninum mínum er ekki vel við að ég fari út með öðrum karlmönn- um, en hann er góður og skiln- ingsríkur og rífst aldrei.“ Það var engin drambsemi í rödd hennar þegar hún sagði þetta, aðeins örugg og sann- færandi vissa um eigin fegurð og yndisþokka. Og sellóleikar- inn var henni innilega sam- mála. Það var eitthvað óvenjulega frumstætt, freskt og mikilfeng- legt við fegurð hennar. Dökka, hrokkna hárið, sem var stutt- klippt og blátt áfram, hafði kopargljáa, og þegar hún brosti skein í röð af hvítum, regluleg- um, ofurlítið framstæðum tönnum með glerung líkastan þunnu, gagnsæju postulíni. Hún var mjúk í hreyfingum og kvenleg, en var jafnframt undarlega óþvinguð í fasi. A andliti hennar var djúpur al- vörublær, sem duldi hina ríku kímnigáfu innra með henni. Hún var opinská og vafninga- laus i tali, eins og unglings- strákur. Ýmist leit hún fast og ákveðið, næstum stingandi, í augu sellóleikarans, eða hún sneri sér undan hugsandi á svip. En í hvert skipti og hún hafði sagt eitthvað, renndi hún augunum — sem voru skörp og íhugul eins og í ketti — dálítið laumulega upp eftir andliti hans til að sjá, hvernig hann tæki crðum hennar. Hún var ein af mest töfrandi konum, sem sellóleikarinn hafði séð lengi; og hún var ekki að- eins fullkomlega viss um eigin yndisþokka, heldur virtist hún líka vera ein af þeim dásam- legu mannverum, sem bornar eru til munaðar, gleði, fegurðar, ástar og sigurs. Þar sem þau sátu þarna ein í framsætinu í bílnum og óku í áttina til borgarinnar, var það ekki nema einstaka sinnum sem sellóleikarinn áræddi að horfa á hana. Hún var klædd í ein- falda, svarta ullarpeysu og blá- grænt pils og um mittið hafði hún breitt gullbelti. Hún hafði fleygt yfir sig fisléttri mandar- ínkápu úr einhverju ljósu, voð- felldu ullarefni, og sellóleikar- S8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.