Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 30
ÚRVAL
ÞRJÁR SEKÚNDUR TIL AÐ BJARGA LlFINU
fram, hlutir sem séu svo óguð-
legir að ekki megi skoða þá nið-
ur í kjölinn, ,,of undursamlegir“
til þess að maðurinn megi rýna
í þá. Schrödinger telur, að sé
hægt að bera fram spurning-
una, verði að leita svars við
henni. Það er hægt að lesa þetta
kver hans á nokkrum klukku-
tímum; en að loknum lestri mun
engum líða það úr minni með-
an ævin endist.
Það skiptir miklu máli hvernig
þú bregst við þegar þú
hefur aðeins —
Þrjár sekúndur til að bjarga lífinu
Grein úr ,,This Week Magazine",
eftir Forrest P. White.
AÐ bar við á vetrarkvöldi
1949, að hinn kunni, amer-
íski golfleikari Ben Hogan var
á ferð í bíl sínum með konu
sinni í Texas. Rigning var og
skyggni mjög slæmt. Þau voru
á þjóðveginum nærri E1 Paso
þegar allt í einu kom stór lang-
ferðabíll fram úr þokusuddan-
um og stefndi beint á þau. Það
var enginn tími til að víkja til
hliðar og árekstur því óumflýj-
anlegur. Viðbrögð Hogan voru
þau, að hann fleygði sér ofan á
konu sína.
Areksturinn var skelfilegur
og bíll þeira hjóna gereyðilagð-
ist, en þau burgu lífinu, þótt
bæði slösuðust illa. Umferða-
logreglan, sem rannsakaði slys-
ið, var ekki í neinum vafa um,
að hin skjótu viðbrögð Hogans
hefðu ekki aðeins bjargað lífi
konu hans, heldur einnig hans
sjálfs.
Þú, sem ekur bíl, mátt búast
við því að lenda í svipuðum
vanda fyrr eða síðar. Hver verða
þá viðbrögð þín ? Stirnarðu upp,
gcrirðu einhverja skelfilega
skyssu eða bregstu við á þann
hátt sem bezt er eins og á stend-
ur? Líf þitt og þeirra sem með
þér eru getur verið undir því
26