Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 99

Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 99
VILTU SVERJA? ÚRVAL iö á sætisbakinu, svo sneri hann sér að henni. Nasvængir hennar skulfu og hægri hönd hennar leitaði upp á við og snerti vinstri hönd hans, sem lá við hnakka henn- ar, og lófar þeirra struku leit- andi hvor yfir annan. Hún and- aði með opnum munni og varir hennar skulfu dálítið, er hún hvíslaði: ,,Ja.... Þá gerðist eitthvað innra með sellóleikaranum, eitthvað sem hélt aftur af honum, og kom um leið af stað heilli keðju hugsana í höfði hans. Allar þessar hugsanir tóku ekki nema fáein andartök, en þær ollu miklu róti í sál hans, og hann þurfti á allri sinni stillingu að halda til að forðast það, að kon- an gæti lesið tilfinningarnar úr andliti hans. Hann hugsaði ekki um hana, hann hugsaði ekki um sig sjálf- an; hann hugsaði ekki um mann hennar, hann hugsaði ekki um konu sína, hann hugsaði ekki um venjulegt siðgæði og venju- lega tillitssemi, til þess voru kringumstæðurnar allt of ó- raunverulegar. Hann hugsaði um karlmann- inn eins og hann var, óháður stað og stund, og um konuna, eins og hún var í eðli sínu, og þess vegna fékk þessi fundur karls og konu svo óvænt og á- kaft gildi, að það lagðist á hann eins og farg, og hann tók and- köf af áreynslunni. Þetta var það, sem hann hugsaði: ★ „Hér situr konan og biður mig,“ hugsaði hann. „Var það ekki hún, sem sagði já? Og það svo greinilega, að hver skóla- drengur hlaut að skilja það? Gerði hún það ekki? Jú, hún gerði það. Og situr hún ekki hérna og gælir við höndina á mér? Jú, það gerir hún!“ Hann strauk í geðshræringu yfir svala fingur hennar með þumalfingrinum og hugsaði: „Það nær ekki nokkurri átt.“ Hann lyktaði af hári hennar eins og í vímu og endurtók með sjálfum sér: „Það nær ekki nokkurri átt.“ Svo hélt hann áfram að hugsa: „Ég er fjörutíu og fimm ára. í þrjátíu ár, frá því að ég var fimmtán ára, hefur konan verið ástríða í lífi mínu, eins og í lífi allra karlmanna veraldarinnar. Að vísu hefur listin líka verið ástríða á mér, með þrotlausri vinnu hef ég reynt að ná fullu valdi á leik mínum. En ég hef aldrei vitað með vissu, hvort annað byrjaði þar sem hitt hætti, eða hvort þau runnu bæði saman í óaðskiljanlegum hlut- um. Ég veit aðeins, að ég hef sózt eftir konum síðan ég var fimmtán ára. Tónlistin hefur verið mér ígripaþekking, sem ég hef leitað til, alveg eins og bókarinn hefur meginreglur 93,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.