Úrval - 01.06.1959, Page 99
VILTU SVERJA?
ÚRVAL
iö á sætisbakinu, svo sneri
hann sér að henni.
Nasvængir hennar skulfu og
hægri hönd hennar leitaði upp
á við og snerti vinstri hönd
hans, sem lá við hnakka henn-
ar, og lófar þeirra struku leit-
andi hvor yfir annan. Hún and-
aði með opnum munni og varir
hennar skulfu dálítið, er hún
hvíslaði:
,,Ja....
Þá gerðist eitthvað innra
með sellóleikaranum, eitthvað
sem hélt aftur af honum, og kom
um leið af stað heilli keðju
hugsana í höfði hans. Allar
þessar hugsanir tóku ekki nema
fáein andartök, en þær ollu
miklu róti í sál hans, og hann
þurfti á allri sinni stillingu að
halda til að forðast það, að kon-
an gæti lesið tilfinningarnar úr
andliti hans.
Hann hugsaði ekki um hana,
hann hugsaði ekki um sig sjálf-
an; hann hugsaði ekki um mann
hennar, hann hugsaði ekki um
konu sína, hann hugsaði ekki
um venjulegt siðgæði og venju-
lega tillitssemi, til þess voru
kringumstæðurnar allt of ó-
raunverulegar.
Hann hugsaði um karlmann-
inn eins og hann var, óháður
stað og stund, og um konuna,
eins og hún var í eðli sínu, og
þess vegna fékk þessi fundur
karls og konu svo óvænt og á-
kaft gildi, að það lagðist á hann
eins og farg, og hann tók and-
köf af áreynslunni.
Þetta var það, sem hann
hugsaði:
★
„Hér situr konan og biður
mig,“ hugsaði hann. „Var það
ekki hún, sem sagði já? Og það
svo greinilega, að hver skóla-
drengur hlaut að skilja það?
Gerði hún það ekki? Jú, hún
gerði það. Og situr hún ekki
hérna og gælir við höndina á
mér? Jú, það gerir hún!“
Hann strauk í geðshræringu
yfir svala fingur hennar með
þumalfingrinum og hugsaði:
„Það nær ekki nokkurri átt.“
Hann lyktaði af hári hennar
eins og í vímu og endurtók með
sjálfum sér:
„Það nær ekki nokkurri átt.“
Svo hélt hann áfram að
hugsa:
„Ég er fjörutíu og fimm ára.
í þrjátíu ár, frá því að ég var
fimmtán ára, hefur konan verið
ástríða í lífi mínu, eins og í lífi
allra karlmanna veraldarinnar.
Að vísu hefur listin líka verið
ástríða á mér, með þrotlausri
vinnu hef ég reynt að ná fullu
valdi á leik mínum. En ég hef
aldrei vitað með vissu, hvort
annað byrjaði þar sem hitt
hætti, eða hvort þau runnu bæði
saman í óaðskiljanlegum hlut-
um. Ég veit aðeins, að ég hef
sózt eftir konum síðan ég var
fimmtán ára. Tónlistin hefur
verið mér ígripaþekking, sem
ég hef leitað til, alveg eins og
bókarinn hefur meginreglur
93,