Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 12
tJRVAL
KlNVERSKA KOMMtJNAN I TVENNSKONAR LJÓSI
var þeim stjórnað af sveitarfor-
ingjum.
Þegar ég kvartaði yfir slíkri
röskun á lífsháttum í þorpun-
um, var mér svarað í komm-
únu T: „Markmið okkar er að
koma á betri skipulagningu
framleiðslunnar í þorpinu. Þess-
ir stóru vinnuflokkar gera okk-
ur kleift t. d. að hafa nokkur
þúsund verkamenn í iðngrein-
um mestan hluta ársins, og nýta
samt allt vinnuafl okkar við
hrísgrjónasáningu þær vikurn-
ar, sem mest ríður á að koma
plöntunum í moldina.“
I þessari kommúnu gat fólk-
ið verið stolt af víðlendum,
grænum rísökrum, sem bylgj-
uðust í sólskininu.
Mér var sýndur tilraunareit-
ur, þar sem blá rafljós brunnu
sí og æ, svo að rísplönturnar
gætu vaxið jafnt á nótt sem
degi.
,,Við lásum, að þeir væru að
gera tilraunir með þetta í
Rússlandi," var mér sagt í ná-
lægu þorpi.
I sama bili sá ég á leirkofa-
vegg þar skammt frá hið sígilda
tákn hinnar miklu sóknar:
„Förum fram úr Bretlandi" —
geysistóran kínverskan hest að
stökkva yfir ógeðslegan dverg
með brezku fánalitina á mag-
anum.
„Hvað stendur þarna?“
spurði ég.
„Förum fram úr Bretlandi á
þremur árum“, var svarið.
„En stjórnin miðar við
fimmtán ár.“
,,Það getur verið. En með því
að nota rafljós getum við farið
fram úr hrísgrjónaframleiðslu
Breta á þremur árum.“
I kommúnu W sá ég annað
dæmi um þessa vinnuflokka,
sem kepptust við að „fara fram
úr Bretlandi.“ Járngrýti hafði
fundizt í keilumyndaðri hæð,
sem slútti yfir Yangtse-fljótið,
og þar lét sveitarstjórinn 220
karla og konur vinna við að
höggva málmgrýtið utan úr
hlíðinni með hökum og járn-
körlum. Fyrir neðan hæðina
rakst ég á annan nokkur hundr-
uð manna hóp, sem var að
byggja fimmtán frumstæða
bræðsluofna úr leir og grjóti,
enn aðrir voru að búa til eld-
trausta múrsteina.
„Vilja þessi menn ekki frek-
ar vinna við stóra, nýja stál-
íðjuverið í Wuhan?“ spurði ég.
Svarið var hvassyrt.
„Lögum samkvæmt mega
borgirnar ekki lengur stela
frá okkur vinnuafli. Enginn fer
héðan án okkar leyfis. Við á-
kveðum, hvaða verk fólkið hef-
ur með höndum.“
Hverjir voru þessir bænda-
leiðtogar? I öllum kommúnun-
um var mér sagt, að miðstjórn-
in hefði verið kosin með handa-
uppréttingu. Einu meðlimir
hennar, er störfuðu eingöngu
sem embættismenn, voru for-
maðurinn og fulltrúi hans; all-
ir aðrir stjórnarmeðlimir
8