Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 104

Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 104
ÚRVAL VILTU SVERJA? leið gegnum skógarþykkni, klifið fjöll og laumast yfir landamæri, hann hafði skriðið eftir þakrennum og klifrað í brunastiga og haldið jafnvægi á gluggasillum á áttundu hæð. I slagsmálum í sjómannsknæpu í Rotterdam, þar sem barizt var um konu, hafði húðin verið flegin af enni hans á stóru svæði, þegar stóll lenti í höfði hans. Meira segja sellóið hans var næstum því brotið í spón emu sinni, þegar kona fékk leyfi til að reyna það og datt með það í fanginu. Fyrir allt það, sem sellóleik- arinn — eins og allir karlmenn — hafði sóað í konuna af pen- ingum, tíma og orku í þrjátíu ár, hefði hann getað byggt heila flotadeild og greitt ríkis- skuldir meðalstórrar þjóðar. Fjöldi allra þeirra kvenvera, sem hann hafði gefið auga á götunni, snúið sér til, látið kynna sig fyrir, komið sér í mjúkinn hjá, biðlað til og tekið með áhlaupi, beðið og grátbænt um undirgefni, stundum hótað, sem hann hafði hvíslað, stam- að, raulað, sungið, hrópað og húrrað nöfnin á, fannst honum á þessu augnabliki skipta þús- undum, eða tugþúsundum. Og hve marga — hann kingdi — hve marga raunveru- lega ástafundi hafði hann svo haft upp úr þessum æðisgengna óstöðvandi eltingaleik ? Hann reyndi að rifja það upp. Tíu. Kannski tuttugu. Brot, sem í hæsta lagi nam hálfum af þús- undi, hugsaði hann og leit gramur ofan á kopargljáandi hárið, sem kitlaði hann í nef- broddinn. Og þó honum hefði í stöku tilfelli tekizt — fyrir eitthvert kraftaverk — að snúa örvilnuð- um tilraunum sínum upp í sig- ur, hvernig hafði þá konan tek- ið honum? Hún hafði verið mótsnúinn, þrjózk, fráhrindandi ' alveg fram á seinustu stundu. I hvert skipti hafði hún kom- ið honum til að finnast hann líkur þjófi, sem rænir móður- lausu barni, er getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér, eins og friðspillir og glæpamaður og líkræningi, — og jafnvel minnsta votti af sigurgleði breytti hún óðara í ósigur, þar sem hann sá fram á fyrirlitn- ingu, fangelsisvist og eilífa glötun. * Eins og allir karlmenn þekkti hann snubbótt og harðneskju- leg orð konunnar, ómildar og ásakandi spurningar hennar, kalda hönd hennar og nístandi bros þegar hún ýtti hendi hans til hliðar. Þetta voru orðin og setning- arnar, sem hann kunni utan að, og sem aldrei mundu líða hon- um úr minni. Hann hafði hlustað á þessi orð í þrjátíu ár, og það er nægi- 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.