Úrval - 01.06.1959, Síða 108

Úrval - 01.06.1959, Síða 108
TJRVAL VILTU SVERJA? um skinnklædda sætisbrúnina aftan við háls konunnar. En því varð ekki breytt: Þannig var konan. Og þann- ig átti hún að vera. Annars féll hún ekki inn í heildarmyndina. Já, hafði ekki konan hans meira að segja gefið honum lag- lega utan undir í fyrsta skipti sem hann reyndi að kyssa hana á hálsinn í stiganum? (Og var það í rauninni ekki sá löðrung- ur, sem hafði svo djúp og áköf áhrif á hann — af því að hann bar vott um svo ótrúlega rétt- sýni og sannleiksást — að hann heimsótti hana daginn eftir og bað hennar? Enda þótt hann hefði þá illa launað starf í hljómsveit á kaffihúsi og hefði alls ekki efni á að stofna heim- ili?) Það var karlmaðurinn, sem átti að bera upp bónorðið, og konan sem átti að segja nei. Sellóleikaranum fannst hann hrjáður bæði á sál og líkama þar sem hann sat og hugsaði um ævilanga baráttu karl- mannsins við konuna. Það er þessi ójafni leikur, hugsaði hann, sem gerir okkur rudda- fengna og beiska og harðlynda, og sem hvetur okkur til að ná okkur niðri á einhvern hátt. Já, hugsaði hann allt í einu og varð óttasleginn, svei mér ef það er ekki þessi barátta, sem skapar sellóleikarann í okkur! Sellótónar geta fengið kristal- skál til að bresta. Ætti þá ekki góður sellóleik- ari að geta sprengt skarð í klettavegg ? ★ Hann andaði þunglega frá sér, þegar hugsanakeðjunni var lokið, og færði sig ofurlítið fjær konunni í bílnum til að strjúka yfir enni sér. Hún horfði á hann draum- kenndu augnaráði og hendur hennar leituðu að höndum hans. Og allt í einu brosti sellóleik- arinn til hennar. Þau fáu augnablik, sem hinar illu og bitru hugsanir höfðu flogið um höfuð hans, hafði hann háð bar- áttu. Þessi fagra kona vissi það ekki, og hún mundi aldrei fá að vita það, að hann hafði nokk- ur augnablik hatað hana sem fulltrúa hins kalda óárennilega kyns, og að hann hafði verið kominn á fremsta hlunn með að draga sig í hlé, auðmýkja hana, þola ekki móðganir henn- ar, ýta hendi hennar til hliðar, og koma einu sinni fram við konu eins og allar konur á öll- um tímum höfðu komið fram við hann. Eitt andartak hafði hann fyllzt heilagri reiði, hann hafði bæði verið ákærandi og dómari. En nú er málið útkljáð, þau tvö skulda hvorugu neitt, og listamanninum býður við böð- ulsstarfinu. Sellóleikarinn snýr sér að ungu gyðjunni, sem situr við hlið hans, og hann kingir. Það er þó ekki henni að 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.