Úrval - 01.06.1959, Page 79

Úrval - 01.06.1959, Page 79
VARMÁ tTRVAL „Ríkarður, af hverju komstu til mín?“ Rödd hennar blandaðist ískr- inu frá lestinni, sem nú virtist komin langt í burtu. Ég bjóst við að mæta augum hennar, en þegar ég sneri mér að henni,, sá ég að hún horfði langt niður eftir dalnum, nið- ur í ylvolgt djúp árinnar. Hún vissi, hvers vegna ég hafði komið, en hún kærði sig ekki um að heyra mig segja ástæð- una. Ég vissi ekki lengur hvers vegna ég hafði komið til að finna hana. Mér hafði geðjast vel að Grétu, og ég hafði þráð hana öllum öðrum fremur. En ég gat ekki sagt henni að ég elskaði hana, ekki eftir að ég hafði heyrt föður hennar tala um ást. Mér þótti leitt, að ég skyldi hafa komið, nú eftir að ég hafði heyrt hann tala um móður Grétu, eins og hann hafði gert. Ég vissi að Gréta mundi láta að vilja mínum, af því að hún elskaði mig; en ég hafði ekkert að gefa henni á móti. Hún var falleg, mjög fall- eg, og ég hafði þráð hana. Sú var tíð. Nú vissi ég, að ég mundi aldrei geta hugsað um hana eins og áður en ég kom. ,,Af hverju komstu, Ríkarð- ur?“ „Af hverju?“ „Já, Ríkarður, af hverju?“ Ég lokaði augunum, og að mér settist endurminningin um ljósin í dalnum, sem blikuðu eins og stjörnur og ylinn frá ánni sem rann þarna neðra og atlot fingra liennar þegar þeir snertu handlegg minn. „Ríkarður, fyrir alla muni segðu mér af hverju þú komst.“ „Ég veit ekki af hverju ég kom, Gréta.“ „Ef þú elskaðir mig eins og ég eiska þig, mundirðu vita af hverju.“ Fingur hennar skulfu í lófa mér. Ég vissi að hún elskaði mig. Ég hafði aldrei efast um það. Gréta elskaði mig. „Ég hefði kannski ekki átt að koma,“ sagði ég. „Mér skjátlaðist, Gréta. Ég hefði átt að vera kyrr heima.“ „En þú verður hér aðeins í nótt, Ríkarður. Þú ferð snemma í fyrramálið. Þú sérð ekki eftir því að hafa komið í þessa stuttu heimsókn, er það Rík- arður?“ „Ég sé ekki eftir því að hafa komið, Gréta, en ég hefði ekki átt að koma. Ég vissi ekki hvað ég var að gera. Ég hef engan rétt til að koma hingað. Aðeins fólk sem elskast hefur —“ „En þú elskar mig svolítið, er það ekki Ríkarður. Ég veit að þú getur ekki elskað mig nærri eins mikið og ég elska þig, en geturðu ekki sagt mér, að þú elskir mig svolítið? Þá verð ég miklu hamingjusamari eftir að þú ert farinn, Ríkarð- ur.“ „Ég veit ekki,“ sagði ég og skalf við. 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.