Bókatíðindi - 01.12.2002, Page 3
Efnisyfirlit
Bókatíðindin eru komin út enn eina ferð-
ina, og eru borin út á hvert heimili
landsins líkt og undanfarin ár. Bókatíð-
indin eru ekki heildarskrá yfir allar útgefnar
bækur ársins, heldur einungis þær sem útgef-
endur vilja sérstaklega vekja athygli á fyrir jól-
in. Þau eru því fyrirtaks heimild um þau verk
sem jólabókaflóðið færir á fjörur landsmanna
hvert ár.
Bókaútgáfa á íslandi er í fullu fjöri og bækur
standa sig vel í samkeppni við aðra miðla og
nýrri. Þó að framboð af afþreyingu sé stöðugt
að aukast virðist bókin ávallt halda sínu og
vera jafn ómissandi hluti jólastemningarinnar
nú sem fyrr. Bókatíðindin bera líka fjölbreyti-
legri útgáfu vitni og næsta víst að flestir geta
fundið bók við sitt hæfi, hvort heldur menn
vilja fróðleik og fræði eða una sér við lestur
safaríkra skáldverka.
Bóktíðindin eru snemma á ferðinni í ár, líkt og
á síðasta ári. Bókaunnendum gefst því góður
tími til að kynna sér framboðið og ákveða
hvaða verk henta best til gjafa og hvaða bækur
þeir setja sjálfir efst á sína óskalista. Líkt og á
umliðnum árum gilda Bókatíðindin líka sem
happdrættismiði og númerið er geymt neðst til
hægri á næstöftustu síðu. Dregið er daglega í
happdrættinu 1.-24. desember og vinnings-
númer birt í dagbókum blaðanna og á vefsíðu
Bókatíðindanna þegar öll númerin hafa verið
dregin út.
íslenskir bókaútgefendur senda landsmönnum
öllum bestu óskir um gleðileg bókajól og far-
sæld á komandi ári.
F.h. Félags íslenskra bókaútgefenda,
Benedikt Kristjánsson.
Leiðbeinandi verð
„Leiðb.verð" í Bókatíðindum 2002 er áætlað
útsöluverð í smásölu með virðisaukaskatti.
Þýddar barna- og unglingabækur.. 16
íslonsk skáldverk 38
Þýdd skáldvcrk 62
Ljóð 78
Listir og Ijósmyndir 84
Fræði og bækur alnienns cfnis 88
Saga, ættfræði og béraöslýsingar. .... 120
Ævisögur og cndurminningar .... 124
Ilandbækur .... 142
IVlalur og drykkur .... 160
Höfundaskrá .... 165
Bóksalar .... 170
Útgefendur .... 171
Illlaskrá 173
BÓKATÍÐINDI 2002
Útgefandi:
fÉt.AG ÍSLHNSKRA
BÓKAÚTGEFENDA
Félag íslenskra bókaútgefenda
Barónsstíg 5
101 Reykjavík
Sími: 511 8020, fax: 511 5020
Netf.: baekur@mmedia.is
Vefur: www.bokautgafa.is
Hönnun kápu: Gunnhildur Karlsdóttir
2. árs nemandi
í grafískri hönnun,
Listaháskóla Islands.
Ábm.:
Benedikt Kristjánsson
Upplag: 107.000
Umbrot, prentun
og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf.
ISSN 1028-6748