Bókatíðindi - 01.12.2002, Page 16
íslenskar barna-og unglingabækur
tölurnar. Nú er leikur
einn að læra.
48 bls. hver bók.
Virago
ISBN 9979-9347-0-0
/-1-9/-2-7
Leiðb.verð: 1.890 kr.
hver bók.
HtllJUR BALUURSDOTTIR
SÖGURNARUM
ÍÍVU KLÖKU
HAUOÚR »AU)U«J)ON MVNOSKDÍHTI
SÖGURNAR UM EVU
KLÖRU
Heiður Baldursdóttir
Halldór Baldursson
myndskreytti
Eva Klara er nýflutt í
stóra blokk í nýju hverfi
þar sem nóg er að gera
fyrir fjöruga stelpu og
vini hennar. Eva Klara
fær oft skrýtnar hug-
myndir og sögurnar
hennar eru stundum lyg-
inni líkastar! Sögurnar
um Evu Klöru eru það
síðasta sem Heiður Bald-
ursdóttir rithöfundur
skrifaði en hún lést langt
fyrir aldur fram árið
1993. Halldór Baldurs-
son skreytir sögurnar líf-
legum myndum í bók
sem er tilvalin fyrir byrj-
endur í lestri og bóka-
orma á öllum aldri.
28 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2319-1
Leiðb.verð: 1.990 kr.
ÚT í BLÁMANN
Eysteinn Björnsson
Myndir: Freydís
Kristjánsdóttir
Vlíblímunn
ijú'. iun iiyjiiíz'ju
Lítil maríuerla ákveður
að verða eftir á landinu
bláa þegar hinar erlurnar
fljúga til suðrænni landa
að afliðnu sumri. Sagan
lýsir baréttu hennar við
náttúruöflin og því sem á
daga hennar drífur á
meðan hún bíður birt-
unnar og blámans að
nýju. Hún leitar ráða hjá
Ljósfeldi og Rauðkolli,
Háfæti og frú Dröfn, en
Alhvítur reynist henni
sannur vinur þegar í
harðbakkann slær.
84 bls.
Jökultindur
ISBN 9979-60-776-9
Leiðb.verð: 2.200 kr.
ÞRAUTABÓK GRALLA
GORMS
Bergljót Arnalds
I þessari bók eru þrautir
og verkefni fyrir börn til
að þjálfa lestur, skrift,
reikning og margt fleira.
40 bls.
Virago
ISBN 9979-9540-0-0
Leiðb.verð: 890 kr.
ÆVINTÝRI í
JÖKULHEIMUM
Ingvar Sigurðsson
Hér segir frá Sunnu og
Mána sem fara í skíða-
ferð á Snæfellsjökul. Þar
upphefst ævintýri sem er
ofar skilningi nútíma-
manna. Bárður Snæfells-
ás, rammgöldróttur land-
námsmaður sem hvarf í
jökulinn fyrir eitt þús-
und árum, fangar þau
inn í furðuheima goða og
jötna. Til að komast til
baka inn í mannheima
verða systkinin að leysa
af hendi erfitt verkefni.
í bókinni eru upplýs-
ingar um rúnir og hvern-
ig hægt er að nota þær til
að skyggnast inn í fram-
tíðina. Nánari uppl.
www.ljosbra.is
64 bls.
Ljósbrá ehf.
ISBN 9979-60-788-2
Leiðb.verð: 2.400 kr.
Ævintýri Nonna
NONNI OG MANNI
FARAÁSJÓ
Jón Sveinsson
Myndir: Kristinn G.
Jóhannsson
Ævintýrí Nonna birtist
hér stytt og endursagt.
Bræðurnir reyna að tæla
fiskana upp úr sjónum
en lenda í þoku og hvala-
vöðu og eru hætt komnir.
Bráðskemmtileg og
spennandi bók fyrir börn
og unglinga sem og full-
orðna.
32 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-11-0
Leiðb.verð: 1.980 kr.
ÖÐRUVÍSI DAGAR
Guðrún Helgadóttir
I þessari bráðskemmti-
legu bók segir frá níu ára
stelpu, Karen Karlottu,
sem er um margt ólík
jafnöldrum sínum.
Ovænt atburðarás fer
af stað þegar hún og
bróðir hennar kynnast
gamalli, dularfullri konu
í götunni. Sagan er full af
spaugilegum uppákom-
um og eftirminnilegum
persónum.
140 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1657-3
Leiðb.verð: 2.490 kr.
14