Bókatíðindi - 01.12.2002, Page 48
íslensk skáldverk
í UPPHAFI VAR
MORÐIÐ
Árni Þórarinsson og
Páll Kristinn Pálsson
Móðir Kristrúnar deyr
með voveiflegum hætti
og áður en Kristrún veit
af er hún sjálf komin á
kaf í rannsókn á dular-
fullri atburðarás sem
kollvarpar því sem hún
hafði áður talið sannleik-
ann um ævi sína. Sagan
leikur sér öðrum þræði
að sakamálasögunni sem
bókmenntaformi, þar
sem blandað er saman
hefðbundnum og óhefð-
bundnum aðferðum og
útkoman er í senn frum-
leg, hörkuspennandi og
grípandi. Arni er einn
helsti spennusagnahöf-
undur þjóðarinnar og
Páll Kristinn er höfund-
ur fjölmargra þekktra
skáldverka. Þetta er fyrsta
sameiginlega skáldsaga
þeirra.
268 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2358-2
Leiðb.verð: 4.490 kr.
ÍSLANDSKLUKKAN
Halldór Laxness
íslandsklukkan er eitt
helsta snilldarverk Hall-
dórs Laxness og hefur
verið ein ástsælasta
skáldsaga þjóðarinnar
um árabil. Hún er meist-
araleg túlkun á einhverju
myrkasta skeiðinu í sögu
Islendinga en jafnframt
stórkostleg saga af ein-
stökum persónum.
Islandsklukkan fæst
bæði innbundin og í
kilju.
457 bls.ib. 436 bls.kilja.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-0047-2 ib.
/-0182-7 kilja
Leiðb.verð: 4.460 kr. ib.
1.990 kr. kilja.
ÍSLENSK
FJALLASALA
ORM BARrHJR■|ONSSON
ÍSLENSK FJALLASALA
OG FLEIRI SÖGUR
Örn Bárður Jónsson
Islensk fjallasala ogfleiri
sögur er óvenjulegt smá-
sagnasafn.
Sögurnar eru dæmi-
sögur sem gerast í heimi
sem er líkur okkar um
margt en þar sem ýmis-
legt hefur farið á annan
veg. Hér er fjallað um
sölu Esjunnar til
útlanda, fyrirtækið Tára-
bót sem uppgötvar áður
óþekkta auðlind í tárum
íslendinga og æviferil
hins klónaða klækjarefs
Adólfs Hilmarssonar.
Hér er margt með ólík-
indum og ýmislegt bros-
legt, en ekkert án alvöru.
Örn Bárður Jónsson
vakti þjóðarathygli með
fyrstu smásögu sinni
íslensk fjallasala hf.
Þessi bók hefur að geyma
þá sögu og fleiri frá hans
hendi.
113 bls.
Bókaútgáfan Ormur
Dreifing: Dreifingar-
miðstöðin
ISBN 9979-60-792-0
Leiðb.verð: 3.790 kr
Stefán Máni
ÍSRAEL
ÍSRAEL - SAGA AF
MANNI
Stefán Máni
Jakob Jakobsson, kallað-
ur Israel, byrjar nýtt líf á
hverju ári. Ný heim-
kynni, nýr vinnustaður,
nýir félagar. Saga hans er
þjóðarsaga síðustu ára-
Sá sem ekki lifir í skáldskap Eymundsson
lifir ekki af hér á jörðinni. V BÓKSALI FRÁ 1872 Austurstræti / Kringlan / Smáralind
Halldór Laxness Hafnarfjörður / Akureyri