Bókatíðindi - 01.12.2002, Page 62
íslensk skáldverk
VAKNAÐ í BRUSSEL
Elísabet Ólafsdóttir
Lísa er í Brussel. Hún er
au pair, ópera. Hún gætir
barna ESB og NATO. En
hún er líka harðkjarna-
djammari sem flengist
um alla Evrópu í leit að
fjöri. Hún er líka viss um
að í henni búi listamaður
sem vill út. Andlegu leið-
togarnir eru Björk Guð-
mundsdóttir og Gulli
Guðmunds. Hún hefur
einsett sér að uppfylla 25
háleit markmið á Brussel-
árinu. Tekst henni það?
Eða verður henni sparkað
með skít og skömm út úr
höfuðstað Evrópu? Blogg-
meistarinn Betarokk
brýst fram úr netviðjun-
um í dauðafyndnustu
sögu ársins 2002.
192 bls.
Forlagið
ISBN 9979-53-453-2
Leiðb.verð: 4.490 kr.
VATNASKIL -
DAGBÓKARSAGA
Matthías Johannessen
Persónuleg skáldsaga
Matthíasar Johannessen,
þar sem segir frá skáldi
sem komið er á eftirlaun
en eiginkonan starfar
enn á elliheimili - þeim
stað sem hann óttast
mest af öllu. Hann flýr
þá á náðir dagbókar
sinnar er birtir leiftur frá
atburðum og hugrenn-
ingum liðinna ára.
510 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1641-7
Leiðb.verð: 4.990 kr.
HALLDOR
LAXNESS
Vefarinn
mikli
fr"Kasmír
VEFARINN MIKLI FRÁ
KASMÍR
Halldór Laxness
Tímamótaverk Halldórs
Laxness, bókin sem
markaði þáttaskil í
íslenskri bókmennta-
sögu. Steinn Elliði er
ungur gáfumaður sem
leitar lífsfyllingar og
haldbærra sanninda í
heimi örra breytinga og
upplausnar.
328 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1331-0
Leiðb.verð: 4.280 kr.
VEGA
LÍNUR
ARITRAUSTIGUÐMUNDSSON
VEGALÍNUR
Ari Trausti
Guðmundsson
Vegalínur er frumraun
Ara Trausta Guðmunds-
sonar á sviði sagnagerð-
ar og fyrir hana hlaut
hann Bókmenntaverð-
laun Halldórs Laxness
2002. Fólk og ferðalög
eru meginviðfangsefni
sagnanna tólf í bókinni
sem eru einstaklega lif-
andi og myndrænar og
fjalla allar um ferða-
langa sem lenda í
óvæntum aðstæðum á
framandi slóðum. Vega-
línur er sérlega læsileg
bók og mun koma les-
endum skemmtilega á
óvart.
256 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1639-5
Leiðb.verð: 4.490 kr.
WAITING FOR THE
SOUTH WIND
Valgarður Egilsson
Veraldarsaga stráks um
fermingu, skrifuð á
ensku. Segir frá uppvexti
hans í samfélagi bænda-
fólks og sjómanna á
norðurströnd íslands
upp úr seinna stríði.
Þetta fólk var í náinni
sambúð við náttúruöflin
og tilvera þess umlukin
þúsund ára sögu for-
feðra. Það eru allir á
verði við hættum. Til-
finningaskalinn allur
innra með mönnum.
Strákurinn segir söguna
- þó í fylgd hins full-
orðna manns, sem
hrærst hefur í heimi
rannsókna og læknis-
fræði. Úr ritdómum:
„...the author has writt-
en a beautiful book ...“
John Salinsky, The Green
Journal, London „...you
will want to read more“
D. Gislason, Lögberg-
Heimskringla, Winnipeg
233 bls.
Bókaútgáfan Leifur
Eiríksson
Dreifing: Dreifingar-
miðstöðin
ISBN 9979-60-674-6
Leiðb.verð: 2.400 kr.
60