Bókatíðindi - 01.12.2002, Síða 66
Þýdd skáldverk
ÍÉL
LJ
CYRANO
F R A
BERGERAC
CYRANO FRÁ
BERGERAC
Edmund Rostand
Þýðing: Kristján
Árnason
Eitt þekktasta leikrit
heimsbókmenntanna var
ftumsýnt í París 1897 og
sló þá samstundis í gegn,
enda söguhetjan, Cyra-
no, afburðamaður í flest-
um greinum en afskap-
lega ófríður og hefur
einkum ama af sínu gríð-
arstóra nefi. Þýðandinn
ritar inngang um leikrit-
ið og höfund þess.
202 bls., kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2280-2
Leiðb.verð: 1.599 kr.
DAGBÓK BRIDGET
JONES
Helen Fielding
Þýðing: Sigríður
Halldórsdóttir
Dagbók Bridget fones er
metsölubók um allan
heim og hefur hlotið
fádæma góðar viðtökur,
svo og kvikmyndin sem
gerð var eftir sögunni,
enda er hér á ferðinni
óvenjulega fyndin lýsing
á konum og körlum, pirr-
andi vinnu og fáránlegu
samfélagi, ómerkilegum
fjölmiðlum og allra-
handa neyslu, óbærileg-
um foreldrum og erfið-
um ástarsamböndum,
misgæfulegum vinum og
slítandi leiðindapakki -
en ekki síst drepfyndin
og hreinskilin lýsing
Bridget Jones á sjálfri sér.
Endurútgefin í kilju.
246 bls., kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2288-8
Leiðb.verð: 1.599 kr.
DAUÐINN í FENEYJUM
Thomas Mann
Þýðing: Þorbjörg
Bjarnar Friðriksdóttir
Dauðinn íFeneyjum eftir
N óbelsverðlaunahafann
Thomas Mann er ein feg-
ursta perla heimsbók-
menntanna., Aður hefur
Fjölvi gefið út eftir sama
höfund Búddenbrooks
og Doktor Fástus mikil
stórvirki og ádeiluverk
en Dauðinn í Feneyjum
er af öðrum toga þar sem
höfundur leitast fyrst og
fremst við að fanga feg-
urðina í orð. Sagan fjall-
ar líka um fegurðina,
hvernig gamall maður,
virðulegur rithöfundur
verður svo hugfanginn af
fegurð og yndisþokka
unglingsdrengs að hið
formfasta líf hans fer allt
úr skorðum.
140 bls.
Fjölvi
ISBN 9979-58-347-9
Leiðb.verð: 3.280 kr.
DON KÍKÓTI
Miguel de Cervantes
Þýðing: Guðbergur
Bergsson
Don Kíkóti, er búinn að
lesa riddarasögur sér til
óbóta og hefur tapað vit-
glórunni. Hann ákveður
að ferðast út í heiminn til
að koma góðu til leiðar,
geta sér eilífan orðstír og
vinna hjarta konunnar
sem hann elskar. Hann
heldur af stað ásamt hin-
um jarðbundna aðstoðar-
manni sínum, Sansjó
Pansa, en í huga riddar-
ans breytast vindmyllur í
risa, kindahópar í óvina-
heri og bændastúlkur í
fagrar prinsessur.
Höfundurinn, Miguel
de Cervantes, skopstælir
riddarasögur, sem voru
rómantískar sápuóperur
þess tíma, svo lesandinn
veltist um af hlátri yfir
óförum don Kíkóta á leið
hans um spænskar sveit-
ir. Bókin er prýdd fjölda
mynda eftir Gustave
Doré.
„Besta bók allra tíma.“
Niðurstaða úr könnun
meðal 100 frægra höf-
unda frá 54 löndum árið
2002.
Þú ert kominn á slóðina - eftirleikurínn verður auðveldur
www.boksala.is
bók/kl*. /túdervta.
DAGtówK
1
64