Bókatíðindi - 01.12.2002, Page 74
Þýdd skáldverk
um mörgum mánuðum
síðar... Nú hefur fimmta
parið horfið og móðir
stúlkunnar er valdamikil
kona, sem Bandaríkjafor-
seti hefur nýlega skipað
æðsta yfirmann barátt-
unnar gegn eiturlyfjum.
Kay Scarpetta verður því
að fást við margvíslegan
pólitískan þrýsting og
baktjaldamakk auk morð-
ingjans, en í baráttunni
við þann síðarnefnda
notar hún smásjána eins
og Sherlock Holmes
stækkunarglerið...
298 bls.
Muninn
ISBN 9976-869-68-2
Leiðb.verð: 3.680 kr.
MAMMA
MAMMA
Vigdis Hjorth
Þýðing: Solveig Brynja
Grétarsdóttir
Einlæg og áleitin skáld-
saga þar sem sambandi
móður og dóttur er lýst á
einstakan hátt. Unglings-
stúlkan Mari á móður
sem er sterk og heil-
steypt og þorir að fara
sínar leiðir en er um leið
drykkfelld og ábyrgðar-
laus. Lesandinn sér
heiminn með augum
Mari og skynjar tilfinn-
ingar hennar gagnvart
móðurinni. Samhliða
því fer ýmislegt að gerast
í sambandi mæðgnanna
sem umturnar lífi þeirra.
Vigdis Hjorth er meðal
fremstu núlifandi skáld-
kvenna í Noregi.
165 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1644-1
Leiðb.verð 3.990 kr.
MAMMÚTAÞJÓÐIN
Jean M. Auel
Þýðing: Ásgeir
Ingólfsson og Bjarni
Gunnarsson
Mammútaþjóðin, sjálf-
stætt framhald sögunnar
um stúlkuna Aylu, hefur
nú verið endurútgefin.
Nú er hún orðin fulltíða
kona og stendur frammi
fyrir miskunnarlausu
vali milli tveggja manna
sem hún elskar.
618 bls., kilja.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1625-5
Leiðb.verð: 1.799 kr.
MYRTUSVIÐUR
Murray Bail
Þýðing: Ólöf Eldjárn
f huga Hollands óðals-
eiganda kemst fátt annað
að en ættkvísl myrtus-
viðarins.^ Á landareign
sinni í Ástralíu gróður-
setur hann mörg hund-
ruð tegundir myrtusvið-
ar. í þessari paradís föð-
urveldisins vex hin und-
urfagra Ellen úr grasi og
þegar hún kemst á gift-
ingaraldur mælir faðir
hennar svo fyrir að sá
sem kunni að nefna nafn
hvers myrtusviðar á
landareigninni skuli
hljóta hönd hennar.
Þetta er magnað skáld-
verk og áleitið í einfald-
leika sínum, í senn
nútímaævintýri, leynd-
ardómsfull ástarsaga og
táknræn frásögn um
mannleg tengsl og mann-
legt eðli.
195 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2315-9
Leiðb.verð: 4.290 kr.
sa
Hans Fallada
Ofurseldur • surq drykkjumanns
OFURSELDUR
Hans Fallada
Þýðing: Halldór
Vilhjálmsson
Næstsíðasta og að
margra mati hesta skáld-
saga hins þekkta þýska
rithöfundar sem var
næmur túlkandi hvers-
dagslegrar lífsbaráttu og
glöggskyggn á félagslegt
ranglæti. Sagan (á frum-
málinu: Der Trinker) seg-
ir frá miðaldra athafna-
manni sem skyndilega
byrjar að drekka ótæpi-
lega og stefnir beinustu
leið til glötunar.
304 bls.
Ormstunga
ISBN 9979-63-39-6
Leiðb.verð: 2.600 kr.
OPINBERUNARBÓKIN
Rupert Thomson
Þýðing: Hermann
Stefánsson
Ungur hæfileikaríkur
dansari, með heiminn að
fótum sér, bregður sér út
í búð til að kaupa sígar-
ettur fyrir kærustuna
sína. Þessi ferð á eftir að
kollvarpa hans vonbjörtu
tilveru. Honum er rænt
af þremur konum sem
girnast líkama hans og
beita andstyggilegustu
brögðum til að koma
vilja sínum fram við
hann.
Rupert Thomson er
Bókabtið Andrésav
Kirkjubraut 54 • 300 Akranes • Sími 431 1855
72