Bókatíðindi - 01.12.2002, Page 78
Þýdd skáldverk
UNDRUN OG
SKJÁLFTI
Amélie Nothomb
Þýðing: Guðrún
Vilmundardóttir
Ung belgísk kona ræður
sig til starfa hjá japanska
stórfyrirtækinu Yumim-
oto. Hún telur sig eiga
góðar framavonir þar sem
vestrænn bakgrunnur
hennar geti reynst fyrir-
tækinu gagnlegur. Næsti
yfirmaður hennar er und-
urfögur kona, en yfirmað-
ur þeirra beggja er rudd-
alegur offitusjúklingur. Á
daginn kemur að sam-
skipti austurs og vesturs
eru vandasamari en
nokkurn gat órað fyrir.
Undrun og skjálfti er
bráðfyndin og hressileg
bók sem hlaut bók-
menntaverðlaun Frönsku
akademíunnar.
110 bls., kilja.
Bjartur
ISBN 9979-774-16-9
Leiðb.verð: 1.880 kr.
VERÖLD OKKAR
VANDALAUSRA
Kazuo Ishiguro
Þýðing: Elísa Björg
Þorsteinsdóttir
Veröld okkar vanda-
lausra segir sögu ein-
kennilegs manns,
Christopher Banks, sem
elst upp meðal ættingja
sinna í Bretlandi á milli-
stríðsárunum. Aðeins níu
ára gamall, á meðan fjöl-
skyldan var búsett í
Shanghæ í Kína, mátti
Banks sjá á bak foreldrum
sínum. Hann rekst ifla í
hópi skólafélaga sinna en
eftir að skólagöngu lýkur
getur hann sér gott orð
fyrir snjallar lausnir á
flóknum glæpamáfum.
Eftir því sem skuggi nýrr-
ar styrjaldar færist yfir
heimsbyggðina finnur
Banks sig knúinn til að
leita uppi æskuslóðirnar
í Shanghæ, bernskuvin-
inn Akira og lausn ráð-
gátunnar sem umlykur
hvarf foreldra hans.
Veröld okkar vanda-
lausra fékk verðskuldað
lof gagnrýnenda og var
bókin meðal annars til-
nefnd til Booker-verð-
launanna árið 2000.
320 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-25-8
Leiðb.verð: 3.980 kr.
inga; t. d. bókmennta-
verðlaun Amnesty Inter-
national.
384 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-12-9
Leiðb.verð: 3.890 kr.
ÞJÓÐ BJARNARINS
MIKLA
Jean M. Auel
Þýðing: Fríða Á.
Sigurðardóttir
Fyrsta bókin í bóka-
flokknum um Þjóð bjarn-
arins mikla hefur nú
loksins verið endurútgef-
in. Þetta er hrífandi og
dulúðug saga Aylu,
stúlku af ættstofni
nútímamanna, sem ger-
ist fyrir 35.000 árum.
Bók sem farið hefur sig-
urför um heiminn.
492 bls., kilja.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1626-5
Leiðb.verð: 1.799 kr.
VITFIRRINGUR
KEISARANS
Jaan Kross
Þýðing: Hjörtur
Pálsson.
Hvernig fer fyrir þeim
sem segir harðstjóranum
sannleikann? Getur verið
að keisarinn álíti hann
geðveikan? Vitfirringur
keisarans er þrungin
spennu ástar- og saka-
málasögunnar en jafn-
ffamt dæmisaga um eðli
og afleiðingar valds og
harðstjórnar.
Kross er virtasti höf-
undur Eistlendinga.
Þekktasta bók hans er Vit-
firringur keisarans sem
þýdd hefur verið á ótal
tungumál og fært hefur
Kross fjölda viðurkenn-
76